Stofubandið flytur þekkt dægurlög á föstudaginn

stofubandidTónleikaröðin sem hófst á Hendur í Höfn heldur áfram eftir vel heppnaða tónleika Skúla mennska og Rósu Guðrúnar síðast liðinn sunnudag. Næsta hljómsveit sem stígur á stokk heitir Stofubandið og mun flytja dægurflugur úr ýmsum áttum fyrir kaffihúsagesti föstudaginn 1. nóvember kl. 20.00. Að sjálfsögðu verður hægt að panta sér léttar veitingar hjá Dagnýju sem mun töfra fram kræsingar eins og henni einni er lagið. Miðaverð á tónleikana er 1500 kr.

Stofubandið var á sínum tíma sett á laggirnar með það í huga að skemmta meðlimum sem og öðrum, og eins og nafnið ber með sér, að fremja sinn tónlistargjörning í stofum manna. Hefur bandið því troðið upp af ýmsum tilefnum þar sem fólk hefur komið saman til að eiga góðar stundir, svo sem afmælum og öðrum gleðistundum. Reyndar hefur Stofubandið fært út kvíarnar og haldið hausttónleika í Skarðskirkju á Skarðsströnd um árabil. Stofubandið flytur lög úr ýmsum áttum og á ýmsum tungumálum og ekki síst lög sem allir getið tekið undir ef svo ber við.

Meðlimir Stofubandsins eru Þóra Gréta Þórisdóttur sem þenur sín raddbönd, Markús Guðmundsson sem spilar á 6 strengi, Sævar Þór Guðmundsson á 4 strengi og Guðmundur Fannar Markússon sem spilar á timburkassa.