Um hvað er verið að spyrja?

rafkosningarNú er í gangi rafræn kosning þar sem er til dæmis spurt um það hvenær íbúar vilja halda bæjarhátíðina Hafnardaga. Mikil umræða hefur skapast um þessa spurningu seinustu ár og nú gefst íbúum loksins tækifæri til að segja sína skoðun.

Í sömu könnun er spurt út í skoðun íbúa á sameiningu við önnur sveitarfélög. Það er sem sagt ekki verið að spyrja hvort íbúar vilji sameinast öðru sveitarfélagi heldur einungis hvort íbúar séu hlynntir eða andvígir því að bæjarstjórn ræði við annað sveitarfélag eða sveitarfélög um sameiningu?

Endilega nýtið tækifærið og kjósið. Nánari upplýsingar á www.olfus.is.