Lith sigraði í tökulagakeppni Gunna Þórðar

Mynd / Jón Páll
Mynd / Jón Páll

Hljómsveitin Lith, með Þorlákshafnarbúanum Dötta innanborðs, sigraði tökulagakepnninni Gunna Þórðar en úrslitin voru kunngjörð á Rás 2 á laugardaginn.

Gunni Þórðar afhenti hljómsveitinni vinning frá Tónastöðinni, Græna hattinum og Senu og fór fögrum orðum um útgáfu þeirra á laginu Am I Really Livin’.

Dötti, sem heitir réttu nafni Hjörtur Rafn Jóhannsson, var mjög ánægður með úrslitin en sveitin sigraði bæði í netkosningu sem og hjá sérstakri dómnefnd.

„Ég vil koma á framfæri kærum þökkum til allra sem kusu lagið okkar í þessari keppni,“ segir Dötti léttur í bragði þegar Hafnarfréttir fengu viðbrögð hans við sigrinum.

Hlíða má á sigurlag þeirra Lith-manna hér að neðan. Þeir sem vilja kynna sér hljómsveitina betur geta litið við á Facebook síðu þeirra hér.