Digiqole ad

Nammidagur í Svítunni í gær – myndir

 Nammidagur í Svítunni í gær – myndir

Nammibingó sandraÍ gær var mikið stuð í Félagsmiðstöðinni Svítunni, bæði hjá 6.-7. bekk og 8.-10. bekk. Það má nefnilega segja að það hafi verið nammidagur í félagsmiðstöðinni. Starfsmenn Svítunnar gerðu sér fyllilega grein fyrir því að það var miðvikudagur „en það má stundum svindla“ sagði starfsmaður Svítunnar í samtali við Hafnarfréttir.

Nammistuðið byrjaði hjá 6. og 7. bekk en þar var keppt í fótboltaspili og í verðlaun var smá nammi. Það var Ísak Júlíus sigraði mótið eftir æsispennandi úrslitaleik á milli hans og Helgu Óskar.

Um kvöldið var svo nammibingó fyrir 8.-10. bekk. Sælgætið flæddi um félagsmiðstöðina en eins og svo oft í bingói þá eru það alltaf þeir sömu sem vinna.

Sandra Dís Jóhannesdóttir var sigurvegari kvöldsins og þarf hún ekki að versla sér laugardagsnammi fram að jólum.