Beggubakstur: Blaut lakkrískaka

beggubakstur_hausHér kemur ein tilraun sem tókst svona hrikalega vel. Lakkrís og súkkulaði getur bara ekki klikkað.

Blaut lakkrískaka:

  • 4 egg
  • 200 g sykur
  • 200 g smjör
  • 1 dl hveiti
  • 200 g þristur
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 2 tsk raw liquorice powder frá lakrids by Johan Bolow

Beggubakstur blaut lakkrískakaÞeytið eggin og sykurinn saman þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið suðusúkkulaðið og smjörið við vægan hita. Bætið næst hveitinu og lakkrísduftinu við eggjablönduna. Að lokum er brædda súkkulaðinu hellt saman við.

Helmingnum af blöndunni er hellt í u.þ.b. 25 cm hringlaga eldfast mót. Þristurinn er skorinn í bita og lagður ofan á blönduna. Að lokum er hellt restinni af blöndunni í formið og kakan er bökuð við 180° (blástur) í 20-30 mínútur.

Njótið! 🙂
Berglind Eva Markúsdóttir

Við viljum svo benda áhugasömum á heimasíðu Berglindar Evu sem ber heitið Beggubakstur.