Ægismenn taka til hendi fyrir fyrrum fyrirliða félagsins

liamkilla01Á laugardaginn munu Ægir og Höttur etja kappi í 2.deild á Þorlákshafnarvelli klukkan 14:00. Ægismönnum hefur gengið brösulega í 2.deildinni í sumar og sitja í 11.sæti með 11 stig en það eru 6 umferðir eftir af deildinni. Ægismenn þurfa því á stuðningi að halda ef þeir ætla að halda sér í 2.deild að ári.

Fyrrum fyrirliði Ægis Liam John Michael Killa sem spilaði með liðinu frá 2013-2015 eignaðist son í fyrra sem greindist með mjög sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Moebius heilkennið. Liam býr nú í Hveragerði með unnustu sinni Öddu Maríu og syni þeirra Óskari Killa. Knattspyrnufélagið Ægir ætlar að styðja við bakið á Liam og mun allur aðgangseyrir á leiknum gegn Hetti fara í þetta verkefni og viljum við því hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja bæði Ægi og Liam og fjölskyldu hans. Einnig verður söfnunarbaukur í sjoppunni þar sem fólk getur gefið frjáls framlög í. Ef fólk kemst ekki á leikinn en vill styðja við Liam og son hans er hægt að nálgast það á þessari slóð og hægt að greiða með kreditkorti: Virginmoneygiving.com/oskarkilla

liamkillaHér eru smá skilaboð frá Liam Killa og fjölskyldu. Tekið af Facebook síðu Ægis
„Kæru Ægismenn og Þorlákshafnarbúar. Við erum að safna peningum til styrktar rannsókna á Moebius heilkenninu á vegum Moebius Reaserch trust. Nú þegar hefur verið efnt til styrktarkvölds í Swansea en ekki enn á Íslandi. Þar að auki ætlar vinur minn að taka þátt í London maraþoninu í Speing 2017 og safna þar fé til styrktar Moebius rannsóknarsjóðnum fyrir hönd Óskars. Ef þér og þínum langar til að leggja söfnuninni lið þá endilega smellið á linkinn hér að neðan, margt smátt gerir eitt stórt.“ Virginmoneygiving.com/oskarkilla

Áfram Ægir