Bæjarbókasafn Ölfuss hendir öllum Gæsahúðarbókunum

Bæjarbókasafn Ölfuss hefur tekið úr umferð allar Gæsahúðarbækurnar eftir Helga Jónsson eftir að í ljós kom að í einni þeirra, Villi Vampíra,  reynir unglingspiltur að þvinga 14 ára stúlku til að hafa samfarir við sig. Það er Nútíminn sem greinir frá þessu.

Árný Leifsdóttir segir í samtali við Nútímann að verið sé að fara í gegnum þær og þær bækur sem verða afskráðar fara beint í ruslið. Þá segir hún að einnig verði farið vandlega í gegnum unglingabækur eftir höfundinn.