Þórsarar unnu glæsilegan sigur á toppliði Hauka fyrr í kvöld 93-85 eftir spennandi leik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Sigurinn er Þórsurum gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og svo auðvitað uppá sjálfstraustið.

Fyrirliðinn Emil Karel var frábær í kvöld og skoraði 28 stig. DJ Balentine skoraði 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Snorri snéri aftur eftir erfið veikindi og var flottur í kvöld með 16 stig og 7 fráköst. Ólafur Helgi var öflugur með 14 stig og 8 fráköst og næstur var sjálfur kóngurinn, Davíð Arnar, með 13 stig. Magnús Breki 4, Þorsteinn Már 1 og Óli Ragnar 4 fráköst og 6 stoðsendingar.