Digiqole ad

Nýr listi fyrir næstu kosningar

 Nýr listi fyrir næstu kosningar

Hugmynd er uppi um nýjan framboðslista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem samanstendur af „framboði Framfarasinna, Framboði félagshyggjufólks og öðrum af núverandi bæjarfulltrúum D-listans undir nýjum listabókstaf“ þetta kemur fram í grein sem birtist eftir Guðmund Oddgeirsson í Suðra.

Að sögn Guðmundar er mikill vilji hjá núverandi bæjarfulltrúum að fylgja eftir þeim verkefnum sem eru farin af stað en markmið þessa nýja framboðs er að „efla Sveitarfélagið Ölfus enn frekar, halda áfram framfarastarfinu bæði til að undirbúa jarðveginn fyrir atvinnulífið og félagsþjónustuna fyrir samfélagið í heild sinni.“

Greinina í heild má lesa í Suðra sem kom út fyrr í dag.