17. júní haldinn hátíðlegur

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í dag í Þorlákshöfn í blíðskapar veðri. Dagurinn hófst með því að fáni var dreginn að hún og með fimleikum fyrir alla í íþróttahúsinu. En það var fimleikadeild Þórs sem skipulagði hátíðarhöldin í ár.

Að venju var svo farið í skrúðgöngu sem Lúðrasveit Þorlákshafnar leiddi og hefðbundin hátíðarhöld voru í skrúðgarðinum þar sem Gestur Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, hélt ávarp og Berglind Dan Róbertsdóttir hátíðarræðu nýstúdents. Fjallkonan að þessu sinni var svo Kristrún Gestsdóttir.

Að þessu loknu mætti Sirkus Íslands, Solla stirða, Halla hrekkjusvín og fleiri á svæðið til að skemmt gestum. Hátíðarkaffi er svo í boði í Ráðhúsinu frá kl. 15:00-17:00.