Kristín kemur inn í bæjarstjórn fyrir Rakel

Google+ Pinterest LinkedIn Tumblr +

Rakel Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi D-listans, hefur beðist lausnar frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi þar sem hún er að flytja úr sveitarfélaginu. Rakel sat í öðru sæti D-listans sem vann hreinan meirihluta í seinustu kosningum.

Í stað Rakelar tekur sæti í bæjarstjórn fyrsti varamaður D-lista, Kristín Magnúsdóttir en hún sat í bæjarstjórn Ölfuss kjörtímabilið 2010-2014.

Deila grein:

Lokað fyrir athugasemdir.