Gjafir fyrir jólasveina sem gefa áfram til samfélagsins

Kiwanisklúbburinn Ölver býður til sölu „Jóla-skó-kassa“.

Jólaskókassinn inniheldur þrettán fjölbreytta smápakka/poka sem innihalda m.a sælgæti og smáhluti sem henta vel sem skógjöf fyrir alla jólasveinana.
Hver kassi kostar aðeins kr. 6.000. Systkinaafsláttur: 2 kassar 11.000 og 3 kassar 15.000

Ef þú/þið hafið áhuga á að leggja góðu málefni lið og auðvelda skógjafirnar í leiðinni sendið póst á olver.kiwanis@gmail.com fyrir 10. desember nk. og tilgreina hversu mörg börn eru á heimilinu, ( eða hversu marga kassa óskað er eftir ) kyn og aldur. Kassinn verður afhentur 10. – 11. desember.

Ágóði rennur í hópeflisferð og forvarnarverkefni GÞ

Mynd frá vel heppnaðri ferð í Þórsmörk síðasta haust

Kiwanisklúbburinn Ölver hefur verið ötull í að styrkja aðkallandi verkefni með því að styrkja einstaklinga og félög í gegn um tíðina. Jólaskókassaverkefnið er einstakt á þá leið að allur ágóði er eyrnamerktur Grunnskóla Þorlákshafnar. Styrkurinn felst í að Kiwanisklúbburinn Ölver fer með 8 og 9unda bekk í hópeflisferð sem tengist forvarnaverkefni GÞ. Í byrjun þessa skólaárs var farið í frækna för í Þórsmörk með alla bekkina á efstaskólastigi (10undi bekkur kom með sem undantekning) og ætlunin er að fara í Landmannalaugar á næsta ári. Sjaldan hefur annað verkefni sem Kiwanisklúbburinn hefur styrkt verið eins samfélagslega stórt og skilað jafn ánægjulegum árangri.

Gerist ekki nema með ykkar hjálp

Það er því, að okkar mati, þörf á að halda þessu áfram en það gerist ekki nema með ykkar hjálp. Með því að kaupa jólaskókassa ertu að styrkja gott verkefni sem nákominn aðili. Þau eiga eftir að njóta ferðarinnar í tvígang í 8unda og 9undan bekk.

Í ár ætlum við að bregða á leik og setja gjafakort í nokkra kassa, valda að handahófi. Um er að ræða eitt gjafabréf upp á 20 þús í Smáralind og tvö gjafabréf á flugeldatertupakka nr. 1 frá Ölver.

Nánari upplýsingar á www.jolaskokassi.com