Telja mikilvægt að heil­brigð börn haldi áfram að sækja sinn skóla

Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendu skólastjórnendum, kennurum og foreldrum bréf í gær þar sem þau vilja árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi.

„Að mati sóttvarnarlæknis eru líkur á smiti frá ungum börnum töluvert ólíklegra en frá fullorðnum enda sýna rannóknir hér á landi og á hinum Norðurlöndunum að smit hjá börnum er fátítt,“ segir í bréfinu og því sé ekki tilefni til þess að takmarka skólastarf frekar í sóttvarnarskyni.

Að lokum segir að náið sé fylgst með stöðunni og vilja landlæknir og sóttvarnarlæknir koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri við skólastjórnendur, kennara og starfsfólk skóla og foreldra nemenda í leik- og grunnskólum:

  • Heil­brigð börn ættu að halda áfram að sækja sinn skóla. Námið er þeim mik­il­vægt, sem og sú virkni og aðhald sem því fylg­ir.
  • Kenn­arar og starfs­fólk skóla er fram­línu­fólk í núver­andi aðstæð­um. Skól­arnir eru mik­il­vægur hlekkur í okkar sam­fé­lagi og fram­lag skóla­sam­fé­lags­ins afar dýr­mætt í því sam­hengi. Staðan er flókin og kallar á fjöl­breyttar leið­ir, úthald og sveigj­an­leika af hálfu allra.
  • Kenn­arar og starfs­fólk í áhættu­hópum ættu að gæta fyllstu var­úðar og skólar fara eftir sínum við­bragðs­á­ætl­unum ef upp kemur grunur um smit.