Löng röð í skimun í grunnskólanum

Klukkan 9 í morgun hófst skimun á þeim sem voru útsettir þriðjudaginn 20. apríl en það voru allir nemendur í 4., 5. og 7. bekk, auk starfsmanna.

Löng röð myndaðist fyrir framan Grunnskólann í Þorlákshöfn í morgun eins og meðfylgjandi myndir sýna en skimunin fer fram í salnum í grunnskólanum.

Aðrir sem eru með með einkenni eða hafa verið útsettir fyrir smiti geta einnig bókað sig í skimun í gegnum Heilsuvera.is. Föstudaginn 30. apríl verður aftur boðið upp á skimun fyrir alla sem voru í sóttkví og aðra, nánar auglýst síðar.