Fjallahjólagarður opnaður í Þorlákshöfn í dag

Í dag kl. 15:00 mun Félag fjallahjólara í Ölfusi opna formlega fyrsta alvöru fjallahjólaæfingarsvæði landsins. Býðst fólki að koma og prófa brautina en svæðið er hannað með það í huga að henta öllum fjallahjólurum á öllum getustigum og aldri.

Fyrir um ári síðan fékk félagið styrk frá Sveitarfélaginu Ölfusi til að hefja uppbyggingu á fjallahjólaæfingarsvæði á gömlu ruslahaugunum sem staðsettir voru í gryfunni. Að sögn Hrafhildar Árnadóttur, formanns Félags fjallahjólara í Ölfusi, þá er þetta fyrsti áfanginn en markmiðið er að stækka brautina í skrefum. Vonast hún til að geta hafið framkvæmdir við næsta hluta í haust eða næsta vor.

Hafnarfréttir óskar félaginu til hamingju og hvetur íbúa til að mæta á opnunina í dag þar sem boðið verður upp á pyslur og drykki.