Hamar-Þór semur við Stefaníu Ósk

Stefanía Ósk Ólafsdóttir hefur skrifað undir samning um að spila með Hamar-Þór á komandi tímabili í 1. deildinni í körfubolta.

Stefanía Ósk er 21 árs framherji sem getur leyst af fleiri stöður á vellinum. Stefanía er uppalin í Haukum en hefur seinustu þrjú tímabil spilað með Fjölni og var lykil leikmaður þar þegar þær unnu sig upp í efstu deild fyrir tveimur árum.

Hún á að baki leiki fyrir yngri landslið Íslands og er í dag aðstoðarþjálfari hjá U-16 ára landsliði stúlkna.

„Steffý er að koma til baka eftir erfið meiðsli og ætlar sér að ná fullum styrk á komandi tímabili. Hún kemur inn í liðið með mikilvæga reynslu ásamt því að vera öflugur varnarmaður og klókur sóknarmaður með næmt auga fyrir samspili.“ Segir í tilkynningu Hamars-Þórs.