Greinar höfundar

Baggalútur kemur fram á stórtónleikum Hafnardaga

Hafnardagar verða haldnir hátíðlegir venju samkvæmt helgina eftir verslunarmannahelgi. Reyndar gott betur, því dagskráin hefst strax þriðjudaginn 6. ágúst og stendur fram á sunnudagskvöld. Það verður eitthvað um breytingar og nýjungar á hátíðinni í ár en það verður kynnt síðar. En hér með er

,,Hitið upp kinnar og magavöðva til að geta hlegið ykkur máttlaus“ – Viðtal!

Margir hafa velt fyrir sér hvað þetta Búkalú sé eiginlega sem verður á Hendur í höfn 22. júní. Við ákváðum að leita eftir svörum hjá Margréti Erlu Maack sem fer fyrir hópnum og fengum í leiðinni að vita hvað leiddi til þess að hún

Útvarp Hafnardagar í undirbúning – námskeið í þáttagerð fyrir áhugasamt útvarpsstarfsfólk (14+) og aðra sem vilja fara út fyrir rammann sinn

Á Hafnardögum á að blása lífi í Útvarp Hafnardaga. Stefnt er að því að hafa útsendingu frá þriðjudeginum 6. ágúst fram á sunnudaginn 11. ágúst og bjóða upp á metnaðarfulla dagskrágerð fyrir alla aldurshópa. Liður í undirbúning fyrir Útvarp Hafnardaga er námskeið í þáttagerð

Sóli Hólm með nýju sýninguna á Hendur í höfn á laugardaginn

Sóli Hólm mætir með splunkunýja sýningu á Hendur í höfn sem hefur slegið í gegn víða um land. Sýningin ber heitið Varist eftirhermur!Lýsandi titill þar sem fáir hér á landi geta brugðið sér í líki jafnmargra þjóðþekktra Íslendinga og Sóli Hólm. Sóli Hólm sló

Bæjarstjórn Ölfuss lýsir furðu og undrun á vangetu stjórnvaldsins Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

Á bæjarstjórnarfundi 4. júní lá fyrir beiðni um umsögn á endurnýjun starfsleyfis fiskþurrkunarinnar Fiskmarks ehf. Eftirfarandi bókun er tekin úr fundargerð: Bæjarstjórn Ölfuss ítrekar þá umsögn sem ítrekað hefur komið fram og lýsir furðu og undrun á vangetu stjórnvaldsins Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til að tryggja

Sólríkur sjómannadagur

Það var líf og fjör á bryggjunni á sjómannadaginn og mikil þátttaka í dagskrá björgunarsveitarinnar, enda veðrið með besta móti. Það voru bátarnir Jóhanna og Jón á Hofi sem sigldu með gesti út fyrir Þorlákshöfn og að venju var boðið upp á gos og

Lúðrasveit Þorlákshafnar með 8. liðið – Sjáumst öll á sjómannadaginn!

Þá er sjómannadagurinn að bresta á og veðurspáin með besta móti svo búast má við að Þorlákshafnarbúar fjölmenni á bryggjuna og taki virkan þátt í hátíðarhöldum. Það fylgjast margir spenntir með framvindu mála í sjó-boðsundskeppninni og standa málin nú þannig að átta lið eru

Fjórði grænfáninn afhentur við hátíðlega athöfn og gróðursetning með umhverfis- og auðlindaráðherra í dag

Fjórði grænfáninn afhentur Grunnskólanum í Þorlákshöfn við hátíðlega athöfn Það má með sanni segja að umhverfismál hafi verið í brennidepli í Grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag. Í morgun fékk skólinn sinn fjórða grænafána afhentan við hátíðlega athöfn eftir að hafa lagt mikla áherslu á

Síðasta messa Sr. Baldurs á sjómannadaginn – kirkjugestum boðið að þiggja veitingar að lokinni athöfn

Á sjómannadaginn verður síðasta hefðbundna messa Sr. Baldurs Kristjánssonar þar sem hann mun láta af störfum á næstunni. Baldur kom til Þorlákshafnar haustið 1998 og hóf störf sem prestur og segist strax hafa verið mjög vel tekið. Hann hefur þjónað í þessu prestakalli í

Fróði skoraði á Smyril Line sem tók áskoruninni og skorar á Kuldabola!

Það var mikill hugur í sjó-boðsundsliði starfsfólks Grunnskóla Þorlákshafnar í dag þegar þau mættu til að æfa sig í höfninni, enda ætla þau sér ekkert annað en sigur! Fyrr í dag skoraði áhöfn Fróða á Smyril Line sem tóku áskoruninni fagnandi og er það