Þorlákshafnarbúar á kafi í snjó – myndir

Það er ekki annað að sjá en að veðurguðirnir hafi ákveðið að láta sitt ekki eftir liggja í stuðningi við aðgerðir almannavarna þegar kemur að því að fá fólk til að ferðast um innandyra um páskana. Þegar Þorlákshafnarbúar og fleiri íbúar á Suðurlandi vöknuðu í morgun voru margir bókstaflega fenntir í kaf. Mannhæðaháir skaflar var […]Lesa meira

Hvalreki við Hafnarnesvita

Í fjörunni við Hafnarnesvita liggur nú hvalur sem hefur drepist og rekið upp í fjöruna. Kunnugir telja að hér sé um að ræða unga hrefnu, um 6 – 7 metrar á lengd. Samkvæmt Vísindavefnum er Hrefnan er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala, en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum […]Lesa meira

Gott að byrja daginn á því að ákveða að vera

Elliði Vignisson er Ölfusingur vikunnar. Hann þarft vart að kynna fyrir íbúum í Ölfusi enda hefur hann gengt starfi bæjarstjóra Ölfuss í bráðum tvö ár. Auk þess er Elliði mikill fjölskyldumaður sem dreymir meira um að vera en fara eins og kemur vel í ljós í svörum hans hér að neðan. Fullt nafn:Elliði Vignisson Aldur:50 […]Lesa meira

“Númer eitt, tvö og þrjú er að vera hress og

Svava Rán Karlsdóttir er Ölfusingur vikunnar. Hún ólst upp í Þorlákshöfn og flutti aftur heim frá Bretlandi í fyrra. Svava Rán rekur nú fjölskylduveitingastaðinn Meitilinn með foreldrum sínum, elskar Skötubótina og er ólæknandi rómantíker með meiru! Fullt nafn:Svava Rán Karlsdóttir Aldur:45, verð 46 í desember þó ég trúi því svosem ekki sjálf! Fjölskylduhagir:Ég er fráskilin […]Lesa meira

Vonast til að virkja sem flesta í nýstofnuðu tónlistarfélagi

Róbert Dan er Ölfusingur vikunnar að þessu sinni. Hann ásamt Gesti Áskelssyni áttu frumkvæðið að stofnun Tónlistarfélags Ölfuss en fyrsti fundur þess var haldinn í febrúar og í framhaldinu stofnaður hópur á facebook. ,,Þetta er félag án stjórnar en með skipaða framkvæmdahópa eftir verkefnum. Við leggjum ríka áherslu að sameina sem felsta hvort sem það […]Lesa meira

Fæddist á heimili móðurömmu sinnar

Sigríður Kjartansdóttir, eða Sigga Kjartans eins og hún er gjarnan kölluð er Ölfusingur vikunnar. Hún hefur búið í Þorlákshöfn alla ævi og er meðal annars órjúfanlegur hluti af Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt manni sínum Gesti Áskelssyni. Þau hafa verið með frá stofnun Lúðrasveitarinnar, sem á einmitt afmæli um þessar mundir og er orðinn 36 ára gömul. […]Lesa meira

„Það er alltaf til eitthvað gott í öllum“

Gestur Þór Kristjánsson er Ölfusingur vikunnar að þessu sinni. Hann er húsasmíðameistari, forseti bæjarsjórnar Ölfuss og faðir þriggja dætra sem hann á með konu sinni Guðbjörgu Heimisdóttur. Fullt nafn:Gestur Þór Kristjánsson. Aldur:47 ára Fjölskylduhagir:Giftur Guðbjörgu Heimisdóttur og við eigum 3 dætur. Írenu Björk. Önnu Laufey og Olgu Lind. Starf:Húsasmíðameistari hjá Trésmiðju Heimis og forseti bæjarstjórnar […]Lesa meira

Vill sjá nýtt leikhús í Ölfusi

Ölfusingur vikunnar er að þessu sinni Árný Leifsdóttir. Leikfélag Ölfuss frumsýndi leikverkið Kleinur síðastliðinn laugardag í leikstjórn Árnýjar. Þetta er í fyrsta sinn sem Leikfélag Ölfuss nýtir sinn eigin mannauð til þess að leikstýra og því má reikna með að sigurvíman eftir frumsýningu hafi verið sérlega ljúf hjá félögum LÖ. Uppselt var á frumsýninguna en […]Lesa meira

Sr. Sigríður Munda ráðin sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir hefur verið ráðin sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Hún mun sinna kirkjustarfi í þeim þremur kirkjum sem tilheyra prestakallinu, Þorlákskirkju, Hjallakirkju og Strandarkirkju. Sigríður Munda hefur verið starfandi prestur á Ólafsfirði síðustu 16 ár en er fædd á Akranesi 1. júlí 1966 og ólst upp í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Sigríður Munda ætlar að […]Lesa meira

Opinn fundur um kvótakerfið

Boðað hefur verið til fundar í Þorlákshöfn sunnudaginn 9. febrúar kl. 12 undir yfirskriftinni Til róttækrar skoðunar, gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim. Í tilkynningu segir að þetta sé opinn fundur um kvótakerfið þar sem Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, sem hefur fylgst með þróun kvótakerfisins í sjávarútvegi og fjallað af innsæi og þekkingu […]Lesa meira