Hamingjan við hafið – í allt sumar!

Sveitarfélagið Ölfus tók þá ákvörðun að fella ekki niður bæjarhátíðina Hamingjuna við hafið í sumar heldur leita nýrra leiða á þessum fordæmalausum tímum farsóttar. Úr varð að í stað þess að halda hátíðina í byrjun ágúst með eina viku fulla af dagskrá og hættu á að fólk safnist þá of mikið saman verður viðburðum dreift […]Lesa meira

Sr. Sigríður Munda messar á Sjómannadaginn í Þorlákskirkju

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir hefur tekið til starfa í Þorláks- og Hjallakirkjusókn og messar í Þorlákskirkju á Sjómannadaginn. Guðsþjónusta hefst kl. 11 og kór Þorlákskirkju syngur við undirleik Esterar Ólafsdóttur, organista. Sjómenn lesa ritningarlestra og leggja blómsveig að minnisvarðanum um drukknaða og horfna. Þegar því er lokið býður sóknanefnd upp á kleinur og kaffi í […]Lesa meira

Hjólreiðakeppni við Þorlákshöfn

Fimmtudaginn 18. júní verður haldin hjólreiðarkeppni á Suðurstrandarvegi sem allir áhugasamir geta skráð sig í. Keppnin fer fram á svokallaðri TT braut sem verður sett upp á Suðurstrandarvegi við Þorlákshöfn. Ræsing og endamark eru 200 m. frá hringtorginu við innkeyrslu bæjarins, hjólað í vestur um 11 km. leið og snúið við á keilu og sama […]Lesa meira

„Gleði annarra, er gleðin mín“

Hannes Sigurðsson, útvegsbóndi sem býr á Hrauni í Ölfusi varð 70 ára nú á dögunum. Því var það tilvalið að tilnefna hann sem Ölfusing vikunnar enda vel að þeirri nafnbót kominn. Hann og kona hans, Þórhildur Ólafsdóttir hafa í gegnum árin haft mikil áhrif á uppbyggingu þess góða samfélags sem hér er og eiga þau […]Lesa meira

„Ölfusingar loðnir og allskonar á litinn eftir 7 vikna lokun

Helga Halldórsdóttir er Ölfusingur vikunnar, en hún ásamt Svanlaugu Ósk reka Kompuna klippistofu. Það má segja að þar hafi verið margt um manninn í þessari viku þegar starfsemin hófst að nýju eftir vinnustöðvun vegna COVID aðgerða. „Það voru allir ofsalega glaðir að komast í stólinn og dagarnir eru þéttbókaðir næstu vikurnar“ sagði Helga þegar ég […]Lesa meira

„Tvær húsmæður geta lyft grettistaki í mikilvægum málum“

Ölfusingur vikunnar er Brynja Eldon sem hefur síðustu ár, ásamt Hrafnhildi Árnadóttur, tekist að draga Þorlákshafnarbúa út að plokka á stóra plokkdeginum. Um nýliðna helgi mátti sjá fjölmarga fara um með ruslapoka og leggja sitt af mörkum til að minnka ruslið sem sannarlega nóg er af. Ég spurði Brynju hvernig þetta byrjaði: „Þetta byrjaði þannig […]Lesa meira

Krítum inn sumarið

Nú er sumardagurinn fyrsti á næsta leiti en samkvæmt dagatalinu á sumarið að bresta á fimmtudaginn 23. apríl. Nú á þessum fordæmalausu tímum verður ekki hægt að koma saman til að fagna deginum eins og hefð er fyrir í Þorlákshöfn og víðar en Þorlákshafnarbúar deyja ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn og ætla að kríta […]Lesa meira

„Endalaust gaman að vera barn í Þorlákshöfn“

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir er Ölfusingur vikunnar en hún fagnaði 60 ára afmælisdegi sínum núna 14. apríl. Halldóra Sigríður, eða Dóra Sigga eins og hún er oft kölluð, er formaður stéttafélagsins Bárunnar og svo átti hún verslunina Kerlingakot sem var og hét og margir muna eftir. Fullt nafn:Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Aldur:60 ára Fjölskylduhagir:Gift Herði Jónssyni húsasmiði […]Lesa meira

,,Ölfusið fullkominn staður fyrir félagslyndan einfara!“

Ágústa Ragnarsdóttir hornleikari og formaður Lúðrasveitar Þorlákshafnar með meiru er Ölfusingur vikunnar. Fyrir lesendur sem ekki þekkja til Ágústu er gaman að benda á að hún er hugsuðurinn á bakvið listaverkin sem sjá má á veggjum í Þorlákshöfn, eins og þessi við ,,verslunarmiðstöðina“ í bænum og vonandi munu fleiri listaverk bætast með tímanum því þau […]Lesa meira