Fréttir

Samningur gerður um landvörslu í Reykjadal

Næsta sumar mun Hjálparsveit skáta í Hveragerði sjá um landvörslu og eftirlit í Reykjadal í Ölfusi. Samningur þess efnis varð undirritaður í desember milli Sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðisbæjar og Landbúnaðarháskóla Íslands sem verkkaupa og Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem verksala. Reykjadalur hefur orðið mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna

Jón Guðni fyrirliði Íslands í stórsigri á Indónesíu

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson spilaði báða æfingalandsleikina fyrir Ísland þegar liðið mætti Indonesíu í höfuðborginni Jakarta í gær og á fimmtudaginn var. Það sem meira var þá bar okkar maður fyrirliðabandið í seinni hálfleik í leiknum í gær sem Ísland sigraði örugglega 4-1. Það

Frístundastyrkir hækka um 33% milli ára

Bæjarstjórn samþykkti á seinasta fundi sínum að hækka frístundastyrki upp í 20.000 kr. á hvert barn eða um 33%. Markmið styrkjanna er að tryggja að öll börn og unglingar í sveitarfélaginu geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi og að foreldrum þeirra og forráðamönnum verði gert

Sameiginlegt lið Þórs og Hrunamanna bikarmeistarar

Sameiginlegt lið Þórs og Hrunamanna varð bikarmeistari í 9. flokk í körfubolta fyrr í dag. Liðið átti virkilega góðan leik og sigraði Keflavík 79-43 í Laugardalshöllinni. Hafnarfréttir óskar liðinu innilega til hamingju með titilinn. Share

Eldur í Hellisheiðarvirkjun

Eldur kom upp í  stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar rétt fyrir hádegi í dag. Talið er að eldurinn hafi komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Árnessýslu og úr Reykjavík komu fljótt á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engann og gekk vel að rýma húsið.

Artúr Guðnason í sigurliði FSu í Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands sigraði í fyrstu viðureign sinni í Gettu betur í gær þegar liðið vann Fjölbrautaskóla Vesturlands örugglega 30-22. Í liði FSu er Þorlákshafnarbúinn Artúr Guðnason og er hann flottur fulltrúi bæjarins í spurningakeppni framhaldsskólanna. Ásamt Artúri í liði FSu eru Sólmundur Magnús Sigurðarson

Grunnskólinn í Þorlákshöfn fær forritunarstyrk

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hlaut styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ellefu skólar hlutu styrk að þessu sinni en 32 skólar sóttu um. Styrkir sjóðsins eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar

Þrettándabrenna og flugeldasýning

Jólin verða kvödd með Þrettándabrennu og flugeldasýningu í Þorlákshöfn annað kvöld, laugardag, klukkan 19:30. Kiwanisklúbburinn sér um viðburðinn eins og alltaf en brennan verður við tjaldsvæðið. Share

Þórsarar fá Grindavík í heimsókn í fyrsta leik ársins

Fyrsti leikur Þórsara á árinu 2018 fer fram í Þorlákshöfn í kvöld þegar nágrannarnir frá Grindavík mæta í heimsókn. Þórsarar sitja í 9. sæti Domino’s deildarinnar og Grindavík í 8. sæti. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið sem vilja hvorugt blanda sér í

Nýárstónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar á laugardaginn

Hinir árlegu Nýárstónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar fara fram á laugardaginn, 6. janúar, í Ráðhúsi Ölfuss. Dagskráin verður fjölbreytt, í senn hátíðleg og poppuð. Þór Breiðfjörð syngur með sveitinni og sirkúsdýrið Sigríður Fjóla sýnir listir við undirleik sveitarinnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og forsala verður í vikunni