Fréttir

Ölfus sigraði Útsvarið 2018

Rétt í þessu varð Ölfus Útsvarsmeistari eftir góðan sigur á Ísafjarðarbæ 75-51. Árný, Hannes og Magnþóra stóðu sig frábærlega líkt og þau hafa gert í allan vetur. Innilega til hamingju!   Share

Vel heppnað ungmennaþing

Ungmennaráð Ölfuss stóð fyrir Ungmennaþingi í gær en þar bauðst ungmennum í sveitarfélaginu tækifæri til að spyrja frambjóðendur í sveitarstjórnarkosningunum spjörunum úr. Áður en frambjóðendur mættu voru ungmennin búin að ræða saman og undirbúa spurningar í umræðuhópum. Ansi fjörugar umræður sköpuðust og stóðu allir

Úrslitaviðureign Útsvarsins

Sveitarfélagið Ölfus mun keppa til úrslita í Útsvarinu föstudaginn 18. maí nk. gegn Ísafjarðarbæ. Viðureignin hefst kl. 20:00 og er eins og venjulega öllum opinn. Útsendingin fer fram í Efstaleiti 1, sjónvarpshúsinu og er mæting klukkan 19:40. Ölfus hefur aldrei komist eins langt í

Sterkur sigur Ægis á útivelli í fyrsta leik

Ægismenn byrja Íslandsmótið í 3. deildinni með krafti en í kvöld unnu þeir sterkan sigur á Vængjum júpíters í Grafarvogi 3-1. Alex James Gammond kom Ægismönnum yfir á 43. mínútu og staðan 0-1 í hálfleik. Guðmundur Garðar bætti við forystu Ægis á 47. mínútu

Black Sand Open fór vel fram í afleiddu veðri

Rúmlega 50 kylfingar mættu til leiks í Black Sand Open golfmótið sem fram fór á Þorláksvelli síðastliðinn laugardag. Veðrið var ekki beint til fyrirmyndar þar sem mikill vindur og haglél herjuðu á golfarana en skorið var mjög gott þrátt fyrir aðstæður. Benedikt Sveinsson kom

Haddi ráðinn aðstoðarþjálfari Þórs

Í dag var gengið var frá ráðningu Hallgríms Brynjólfssonar sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks Þórs og þjálfara unglingaflokks. Frá þessu er greint á Facebook síðu Þórs. „Hallgrímur þekkir vel innviði deildarinnar og strákana í Þór en hann ólst upp í Þorlákshöfn og lék upp alla yngri

Ragnar Örn snýr aftur í Þór

Körfuboltamaðurinn Ragnar Örn Bragason er genginn til liðs við Þórsara á nýjan leik en hann skrifaði undir samning við liðið í dag. Ragnar lék með Þórsurum í Domino’s deildinni í tvö tímabil árin 2015-2016 en á síðasta tímabili lék hann með Keflavík. „Ég er

Lokadagstónleikar Tóna og trix á Hendur í höfn

Tónar og Trix halda lokadaginn 11. maí hátíðlegan eins og í gamla daga, með tónleikum þar sem lög Magnúsar Eiríkssonar verða flutt ásamt frábærri hljómsveit. Hendur í Höfn opna nýjan og glæsilegan stað og verða tónleikarnir haldnir þar. Tónleikar hefjast kl. 20.30 en opnað

Ísfell hættir starfsemi í Þorlákshöfn

Netaverkstæðið Ísfell í Þorlákshöfn mun hætta starfsemi í bæjarfélaginu á næstu mánuðum og starfsmönnum fyrirtækisins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Pétur Björnsson stjórnarformaður Ísfells við Hafnarfréttir. Í fyrirtækinu starfa í dag þrír starfsmenn en einn þeirra hættir í lok þessa mánaðar fyrir aldurs

Ölfus komið í úrslit í Útsvari!

Lið Ölfus er komið í úrslit Útavarsins eftir frábæran sigur á Fljótsdalshéraði 80-78 þar sem úrslitin réðust í æsispennandi bráðabana! Árný, Hannes og Magnþóra skipa frábært lið og var virkilega gaman að sjá þau vinna feiknarsterkt lið Fljótsdalshéraðs í kvöld. Þetta er í fyrsta