Fréttir

Öruggur sigur Ægis og fyrsta sæti riðilsins gulltryggt

Ægismenn unnu öruggan 3-0 sigur á liði KÁ á Þorlákshafnarvelli þegar liðin mættust í D-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Einn leikur er eftir af deildarkeppninni gegn Elliða í næstu viku en Ægismenn hafa nú þegar tryggt sér fyrsta sætið í D-riðlinum og munu

Þrengslin lokuð á morgun

Þrengslavegur verður lokaður á morgun, föstudaginn 16. ágúst, á milli klukkan 9 og 18 vegna malbikunar. Vegfarendum er bent á að aka Hellisheiðina sem opnar á morgun en fólk er beðið að fara þar með gát þar sem unnið verður við vegrið á svæðinu

Minningarmótið um Gunnar Jón fer fram á sunnudaginn

Á sunnudaginn fer fram árlega golfmótið um Gunnar Jón Guðmundsson sem lést af slysförum 1. apríl 2001, aðeins 16 ára að aldri. Nú þegar hefur talsverður fjöldi skráð sig til leiks og má reikna með að fyllist í mótið fljótlega. Eins og undanfarin ár

Forsætisráðherra heimsótti fyrirtæki í Ölfusi

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var í Ölfusinu í dag þar sem hún heimsótti nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu og fundaði með fulltrúum bæjarstjórnar Ölfuss um málefni sveitarfélagsins og tækifærin sem felast í matvælaframleiðslu og umhverfismálum. Forsætisráðherra heimsótti frumkvöðlafyrirtækið Algeainnovation sem er að hefja umhverfisvæna ræktun

Hellisheiði lokuð: Umferð er beint um Þrengslaveg

Vegurinn um Hellisheiði verður lokaður í dag, 13. ágúst, vegna vinnu við malbikun milli Hveragerðis og Hellisheiðarvirkjunar. Umferð í báðar áttir er beint um Þrengslaveg en vinnan á Hellisheiði mun standa frá kl. 9 og til miðnættis. Share

Þakkir að hátíðarhöldum loknum

Nú þegar hátíðin okkar „Hamingjan við hafið“ er að baki er við hæfi að færa þakkir. Það er vægt til orða tekið að halda því hér fram að hátíðin hafi tekist vel. Áætlað er að í heildina hafi milli 10 og 12 þúsund manns

Sunnudagur til sælu í Hamingjunni

Það var mikið sungið í hverfapartýunum í gömlu bræðslunni í gær eftir enn einn sólardaginn. Hátíðarstemningin í bænum í gær var gríðarlega mikil og allstaðar fólk á ferli, einmitt eins og við viljum hafa þetta hér í Hamingjunni við hafið. Hér er hægt að

Dagskrá Hamingjunnar á laugardegi

Eftir vel lukkaðan föstudag þar sem veðrið lék við alla í Hamingjunni þá höldum við áfram í dag, laugardaginn 10. ágúst, að sjálfsögðu í sól og blíðu. Fyrir ykkur sem langar að rifja upp frábæru stemninguna sem var í sápusprellinu og á stórtónleikum í

Ölfus fagnar fjölbreytileikanum

Sveitarfélagið Ölfus fagnar að sjálfsögðu fjölbreytileikanum á meðan Hamingjan við hafið stendur yfir í Ölfusi en Hinsegin dagar hófust einmitt í gær og standa yfir í rúma viku. Elliði Vignisson, bæjarstjóri og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri Hamingjunnar flögguðu í morgun regnbogafánanum í tilefni dagsins.

Stanslaust stuð í Hamingjunni, fimmtudagsmyndir

Fimmtudagurinn 8. ágúst fór vel fram í Hamingjunni við hafið þar sem má segja að eitthvað hafi verið fyrir alla. Kósý lautarferð í brakandi blíðu í Skrúðgarðinum, sundlaugarpartý fyrir börn og svo unglinga, heldriborgara fjör á 9unni með samsöng, grilli og harmónikkuballi og svo