Varma Orka ehf og Baseload Power Iceland ehf setja upp starfsaðstöðu í Verinu hjá Ölfus Cluster. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastóri Ölfus Cluster og fulltrúar Varmaorku og Baseload, Ragnar Sær og Anders Bäckström skrifuðu í gær undir samstarfssamning um afnot af aðstöðunni í Verinu. Varmaorka og Baseload Power Iceland í samstarfi við landeigendur Í Ölfusi vinna […]Lesa meira
Það verður nóg um að vera á 17. júní í Þorlákshöfn í dag. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg eins og sjá má hér að neðan. 09:00 Fánar dregnir að húni 10:30-11:30 Fimleikafjör í fimleikasalnum 13:00 Skrúðganga frá Grunnskólanum. Lúðrasveit Þorlákshafnar spilar. 13:30 Hátíðardagskrá í skrúðgarðinum – Ávarp bæjarfulltrúa […]Lesa meira
Í dag kl. 15:00 mun Félag fjallahjólara í Ölfusi opna formlega fyrsta alvöru fjallahjólaæfingarsvæði landsins. Býðst fólki að koma og prófa brautina en svæðið er hannað með það í huga að henta öllum fjallahjólurum á öllum getustigum og aldri. Fyrir um ári síðan fékk félagið styrk frá Sveitarfélaginu Ölfusi til að hefja uppbyggingu á fjallahjólaæfingarsvæði […]Lesa meira
Það verður líf og fjör um helgina í Þorlákshöfn í tilefni Sjómannadagsins á sunnudaginn. Björgunarsveitin Mannbjörg hefur undanfarið unnið að skipulagningu dagskrár fyrir Sjómannadagshelgina. Dagskráin er vegleg og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrána má sjá hér fyrir neðan: Laugardagur 11. júní 11-14 – Dagskrá á bryggju Dorgveiði Hoppað í sjóinn Mannbjörg […]Lesa meira
Það var líf og fjör í Grunnskólanum í Þorlákshöfn í vikunni þegar skólinn breyttist í fríríkið Þorpið dagana 23.-25. maí. Þorpið er samfélag þar sem börn og ungmenni sjá um alla verðmætaframleiðslu, stjórna hagkerfinu og láta hjól atvinnulífsins snúast áfram. Þorpið á sinn eigin gjaldmiðil sem heitir Þollari. Ánægja leyndi sér ekki þegar aðstandendur Þorpsins […]Lesa meira
Lögreglan á Suðurlandi hvetur alla til að skipta strax yfir á sumardekkin á bílunum sínum enda langt liðið á maímánuð og tími nagladekkjanna liðinn. Hér eftir mun lögreglan sekta þá ökumenn sem enn eru á nagladekkjum.Lesa meira
Sjálfstæðisflokkurinn vann í gær sigur í Sveitarfélaginu Ölfusi og verður áfram með hreinan meirihluta í sveitarfélaginu. Flokkurinn fékk 669 atkvæði eða 55,9% og fjóra menn kjörna, eins og í síðustu kosningum. Framfarasinnar fengu 381 atkvæði, 30,5% og tvo menn kjörna og Íbúalistinn fékk 171 atkvæði, 13,7% og einn mann kjörinn. Kjörsókn í Ölfusi var 70,1% […]Lesa meira
Það gengur vel í Ölfusi. Íbúum hefur fjölgað hratt og atvinnulífið eflst og það tekið miklum breytingum. Rótgróin fyrirtæki hafa styrkst og fjölmörg ný litið dagsins ljós. Umsvif Þorlákshafnar hafa aukist mikið og er hún nú ein af lykilvöruhöfnum landsins. Framkvæmdir við landeldi á laxi hafa þegar hafist og ljóst að þær framkvæmdir munu verða […]Lesa meira
Samið hefur verið um uppbyggingu nýs miðbæjar í Þorlákshöfn sem staðsettur verður norðan Selvogsbrautar. Samið var við fyrirtækið Arnarhvol sem er meðal annars í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar en á fundi bæjarstjórnar Ölfuss í gær lágu fyrir drög að samningnum við Arnarhvol. Nýji miðbærinn mun mótast af 200 metra langri göngugötu þar sem gert er […]Lesa meira
Emilía Hugrún Lárusdóttir ásamt hljómsveit sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FSu fyrr í kvöld eftir frábæran flutning hennar á laginu I’d Rather Go Blind. Gaman er að segja frá því að annar Þorlákshafnarbúi var í siguratriðinu en Þröstur Ægir Þorsteinsson spilaði á trommur í hljómsveitinni. Þetta er fyrsti sigur FSu í keppninni síðan skólinn sigraði […]Lesa meira