Fréttir

Ægismenn töpuðu fyrir Augnablik í Lengjubikarnum

Ægismenn töpuðu 2-1 fyrir Augnabliki í B-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu á laugardaginn. Augnablik skoraði fyrsta markið á 7. mínútu leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik. Þeir bættu við öðru marki þegar 15 mínútur lifðu leiks en Arnór Ingi Gíslason minnkaði muninn fyrir Ægi þremur

Grunnskólanemendur hreinsa til og hvetja íbúa til þess sama

Í þessari viku munu nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn tína rusl í Þorlákshöfn og hreinsa til í kringum okkur. Er þetta liður í verkefni Landverndar sem ber heitið Skólar á grænni grein en Grunnskólinn í Þorlákshöfn er Grænfánaskóli. Hvetja nemendur og starfsmenn grunnskólans alla bæjarbúa

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Þriðjudaginn 13. mars fór fram í Versölum glæsileg lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Á lokahátíðinni lásu alls 15 fulltrúar frá fimm skólum á Suðurlandi upp texta og ljóð. Stóra upplestrarkeppnin er skemmtilegt verkefni í 7. bekk um land allt þar sem nemendur fá

Þrír Þorlákshafnarbúar verðlaunaðir á vel heppnuðu héraðsþingi HSK

Þrír Þorlákshafnarbúar voru kjörnir íþróttamenn HSK í sinni íþróttagrein á héraðsþingi HSK sem haldið var í Þorlákshöfn á laugardaginn. Axel Örn Sæmundsson er badmintonmaður HSK, Gyða Dögg Heiðarsdóttir er vélhjólamaður HSK og Halldór Garðar Hermannsson er körfuknattleiksmaður HSK. Þá var Jóhanna Margrét Hjartardóttir og Lára

#Þorlákshöfn frá sólarupprás til sólseturs #Thorlakshofn od wschodu do zachodu słońca

Í gær, fimmtudag, opnaði Dorota Kowalska ljósmyndasýningu í Galleríinu undir stiganum á bókasafninu í Þorlákshöfn. Það er athyglisvert að sjá landið okkar með augum aðfluttra, ekki síst okkar eigin heimahaga en það er einmitt það sem boðið er upp á á þessari ljósmyndasýningu. Dorota Kowalska

Síðasti leikur tímabilsins

Í kvöld taka Þórsarar á móti KR í Domino’s deildinni í körfubolta. Leikurinn hefast kl. 19:15 í Icelandic Glacial höllinni. Þetta er síðasti leikur liðsins í deildinni þetta árið og einnig síðasti leikur liðsins undir stjórn Einars Árna. Því er um að gera að mæta

Ný hraðhleðslustöð í Þorlákshöfn

Orka náttúrunnar hefur reist hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla í Þorlákshöfn og er hlaðan staðsett á planinu við Skálann á Óseyrarbraut. Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri í Ölfusi tók hana formlega í notkun í gær og hlóð rafbíl sem sveitarfélagið nýtir í þágu félagsþjónustunnar. Hlöður

Þórsarar vinna nafna sína á Akureyri – Úrslitakeppnin er enn möguleiki

Þórsarar unnu góðan sigur á Akureyri í kvöld þegar þeir sóttu nafna sína heim í Domino’s deildinni í körfubolta. Lokatölur 70-76. Heimamenn voru sterkari í fyrsta leikhluta en Þorlákshafnardrengirnir komu tvíefldir inn í annan leikhlutann og voru 5 stigum yfir í hálfleik 35-40. Seinni hálfleikur

Í stormi endaði í 2. sæti – Vann fyrri símakosninguna með yfirburðum

Okkar menn stóðu sig frábærlega í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. Lagið Í stormi eftir Júlí Heiðar Halldórsson hafnaði í 2. sæti eftir einvígi við lagið Our Choice, sem Ari Ólafsson söng, en það lag verður framlag Íslands í Eurovision í maí. Dagur

Úrslitin ráðast í kvöld! 900 9906

Í kvöld kemur í ljós hvert framlag Íslands verður í Eurovision þetta árið en eins og allir vita á Júlí Heiðar Halldórsson eitt þeirra sex laga sem keppa til úrslita. Dagur Sigurðsson syngur lag hans, Í stormi, og eins og áður hefur verið greint