Fréttir

Salka Sól ásamt nýrri hljómsveit á Hendur í höfn

Sumartónleikaröðin á Hendur í höfn hefur aldeilis farið vel af stað svo vægt sé til orða tekið. Húsfylli var á tónleikum Aðalbjargar, Halldórs og Sæla í síðustu viku og stemningin frábær. Þá er orðið uppselt á tónleika Ásgeirs Trausta og Önnu Möggu og Rúnars.

Jónína Magnúsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri

Jónína Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn. Hún tekur við starfi Ólínu Þorleifsdóttur sem nú er skólastjóri skólans. Jónína er í dag skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og hefur hún verið í skólastjórnun frá árinu 1998 en hún var áður skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Grunnskóla

Gintautas Matulis til liðs við Þór Þorlákshöfn

Ekkert lát er á leikmannamálum í herbúðum Þórsara en liðið hefur samið við Litháan Gintautas Matulis um að leika með liðinu næsta tímabil í Domino’s deildinni. Gintautas er fæddur árið 1986 og hefur leikið allan sinn feril í Litháen. Hann er fjölhæfur leikmaður sem

18 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Ölfusi

Staða bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfuss var auglýst laus til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út 2. júlí síðastliðinn. Alls sóttu 18 um stöðuna og þar af fimm fyrrum bæjarstjórar en það eru þau Elliði Vignisson, Ásta Stefánsdóttir, Björn Ingi Jónsson, Magnús Stefánsson og Gísli

Ásta Júlía og Óskar klúbbmeistarar GÞ

Ásta Júlía Jónsdóttir og Óskar Gíslason eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Þorlákshafnar arið 2018 en meistaramót golfklúbbsins fór fram dagana 27.-30. júní sl. Þrátt fyrir dræma þátttöku var mikið fjör á kylfingum og veðrið lék að mestu vel við hópinn þrátt fyrir lélegar tilraunir Veðurstofunnar til

Frábærar sólarlagsmyndir Brynju frá Þorlákshöfn

Þorlákshafnarbúinn Brynja Eldon tók þessar frábæru sólarlagsmyndir í Þorlákshöfn miðvikudaginn sólríka og eftirminnilega fyrir tveimur vikum. „Ég flutti til Þorlákshafnar árið 2015 með fjölskylduna mína úr Reykjavík,“ segir Brynja í stuttu spjalli við Hafnarfréttir. „Ég hef alla tíð verið að leika mér með hin

Þórsarar semja við tvo leikmenn

Þórsarar hafa samið við tvo erlenda leikmenn til að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino’s deildinni í körfubolta. Nick Tomsick er leikstjórnandi með króatískt vegabréf. Hann spilaði í fyrir Fort Lewis Háskólann í Bandaríkjunum og útskrifaðist þaðan árið 2014. Eftir það hefur

Aðalbjörg ríður á vaðið á Sumartónleikaröð Hendur í höfn

Aðalbjörg Halldórsdóttir heldur fyrstu tónleikana í Sumartónleikaröð Hendur í höfn annað kvöld, fimmtudaginn 5. júlí klukkan 21:00. Með henni til halds og trausts verða Halldór Ingi Róbertsson og Ársæll Guðmundsson. Tónleikar þeirra verða á ljúfu nótunum og er frítt er inn en hægt er

Skráning hafin á Unglingalandsmót UMFÍ

Opnað hefur verið fyrir skráningu á hið árlega Unglingalandsmót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelgina. Mótið verður að þessu sinni spottakorn frá höfuðborginni, í Þorlákshöfn dagana 2. – 5. ágúst. Mótshaldari er Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK). Eins og landsmenn vita er Unglingalandsmót UMFÍ sannkölluð fjölskylduhátíð. Boðið er upp

Mannlaus bátur á reiki í Ölfusá

Tilkynnt var um mannlausan bát í Ölfusárósi til móts við veitingastaðinn Hafið bláa á tíunda tímanum í morgun. Sunnlenska.is greinir frá. Björgunarsveitir í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og í Árborg voru kallaðar út eftir að vegfarandi um Eyrarbakkaveg tilkynnti um bátinn. Stór hópur björgunarfólks var kallaður út þar