Þór mætir KFÍ á Ísafirði

thorsteinn_thor011Í dag leggja Þórsarar í ferðalag til Ísafjarðar þar sem þeir spila við heimamenn í KFÍ í Powerade bikarnum í körfubolta.

KFÍ féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og spilar nú í 1. deild. Það er þó aldrei neitt gefins á Jakanum á Ísafirði og þurfa Þórsarar að mæta tilbúnir í þennan leik, ætli þeir sér að fara með sigur úr bítum.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en þeir sem ekki ætla að skella sér rúnt vestur á Ísafjörð á mánudegi geta horft á leikinn í beinni útsendingu á KFÍ-tv.

Smelltu hér til að fara á heimasíðu KFÍ-tv.

Uppfært klukkan 19:15
Leikurinn verður ekki sýndur á heimasíðu KFÍ eins og til stóð en við bendum á að hægt er að fylgjast með live stattinu inni á kki.is.