Íslenska u-18 liðið stendur vel að vígi

Halldór Garðar í leik gegn Makedóníu. Mynd - IBA/Ville Vuorinen
Halldór Garðar í leik gegn Makedóníu. Mynd – IBA/Ville Vuorinen

U-18 ára landslið Íslands mætir Írlandi í lokaleik riðlakeppninnar í Evrópukeppni B-deildar í dag. Halldór Garðar Hermannsson er fulltrúi Þorlákshafnar á þessu evrópumóti í Austurríki.

Íslenska liðið hefur staðið sig vel á mótinu og unnið þrjá af þeim fjórum leikjum sem liðið hefur spilað. Með sigri á Írum í kvöld kemst íslenska liðið í 8-liða úrslit mótsins.

Hingað til hefur Halldór Garðar skorað 5,3 stig að meðaltali á 16 mínútum í leik. Leikurinn við Írland í dag hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma.