Digiqole ad

Gísli á Uppsölum í Versölum

 Gísli á Uppsölum í Versölum

Kómedíuleikhúsið, með Elfar Loga í fararbroddi, setur upp leiksýninguna Gísli á Uppsölum fimmtudaginn 26. apríl kl. 20 í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.

Sýningin hefur ferðast um allt land og hlotið einróma lof fyrir uppsetningu og leik.

Miðasala fer fram á bókasafninu í Þorlákshöfn og er miðaverð 1.500 kr. Ekki verða seldir nema 100 miðar á sýninguna, þannig að það er um að gera að vera snöggur að næla sér í miða.