Starfsfólk óskast í sumarafleysingar

Sveitarfélagið Ölfus óskar að ráða starfsmenn í sumarafleysingar við Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar. Starfið er unnið í vaktavinnu sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við íþrótta, líkamsræktar- og sundlaugarmannvirki, þrif, afgreiðslu og eftirlit með tækjabúnaði í tækjarýmum.

Hæfniskröfur
Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilnings á íþrótta- og æskulýðsstarfi. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaður standist hæfnispróf sundstaða.

Laun eru skv. kjarasamningi FOSS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknum skal skilað rafrænt á www.olfus.is. Umsóknarfrestur er til 17. maí nk.

Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 480-3891 eða ragnar@olfus.is