
Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf við Þjónustumiðstöð Ölfuss í Þorlákshöfn

-Minniháttar viðhald við vatns- og fráveitu. -Ýmis viðhaldsvinna við stofnanir og lóðir sveitarfélagsins. Viðhald og viðgerðir á leikvöllum sveitarfélagsins. -Önnur tilfallandi störf í þjónustumiðstöð, m.a. afleysingar á þjónustubifreið, viðhald á opnum svæðum, viðhald gatna og göngustíga, snjómokstur o.fl. Hæfniskröfur:• Starfsreynsla frá sambærilegum verkefnum sem nýtist í starfi. -Þekking og reynsla af því að vinna með og viðhalda vélum. -Góð almenn tölvukunnátta. -Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.• Bílpróf og vinnuvélaréttindi. -Meirapróf -Rík þjónustulund við íbúa bæjarins. -Lipurð í mannlegum samskiptum. Leitað er eftir starfsmönnum sem geta sinnt þeim störfum sem kallað er eftir að unnin séu af Þjónustumiðstöðinni. Vinnutíminn er frá 7:30 til 17:00 mánudaga til fimmtudags og 7:30 til 15:45 á föstudögum. Þarf að vera tilbúin að vinna yfirvinnu ef þörf krefur. Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og FOSS. Umsækjandi þarf að vera með hreint sakavottorð og skila því inn þegar þess er óskað. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Halldórsson, umhverfisstjóri Ölfuss í síma 899- 0011 eða david@olfus.is Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila rafrænt á www.olfus.is Umsóknarfrestur er til 24 mars nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. |