Sveitakeppni Golfsambands Íslands var haldin víðsvegar um landið um síðastliðna helgi. Leikið er í fimm deildum og lék Golfklúbbur Þorlákshafnar í 4.deild, sem leikin var á Sauðárkróki. Það voru sveitir frá átta golfklúbbum sem léku í 4.deild og endaði GÞ í 6.sæti og naumlega sluppu við að falla niður um deild, en tvær sveitir falla […]Lesa meira
Hjörtur Már Ingvarsson, sundmaður úr Þorlákshöfn stórbætti íslandsmet sitt í 200 m skriðsundi í úrslitum á Heimsmeistaramóti fatlaðra sem fram fer í Montreal í Kanada. Hann hafnaði í 7.sæti á tímanum 3:10,84 og bætti fyrra íslandsmet sitt um tæpar 6 sekúndur. Þess má einnig geta að millitímar Hjartar í 50 og 100 metrum voru einnig […]Lesa meira
Það verður svakalegur nágrannaslagur háður í Hveragerði á morgun, fimmtudag. Ægir heimsækir þá Hamar í gríðarlega mikilvægum fallbaráttuslag í 2.deildinni. Þegar 14 umferðir hafa verið leiknar eru Ægir með 14 stig í 10.sæti og Hamar með 10 stig í 11.sæti sem er jafnframt fallsæti. Leikurinn fer fram á Grýluvelli í Hveragerði, klukkan 19:15 á morgun, […]Lesa meira
Ægir gerði 2-2 jafntefli við topplið Aftureldingar í kvöld í fjörugum leik. Það voru gestirnir úr Mosfellsbæ sem stjórnuðu ferðinni heilt yfir í fyrri hálfleik. Á tímabili í fyrri hálfleik var algjör stórskotahríð að marki Ægis, en Hugi Jóhannesson var vandanum vaxinn í rammanum. Hann kom þá ekki vörnum við þegar gestirnir skoruðu fyrsta mark […]Lesa meira
Eins og við greindum frá á dögunum , var ákveðið að stofna hollvinafélag í Ölfusi. Félagið hefur það að markmiðið að berjast fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Stofnfundur félagsins verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 11.júní kl 17:30 í Ráðhúsi Ölfuss. Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á facebook síðu félagsins .Lesa meira
Í tilefni af sjómannadeginum verður hluti mannlífsþáttarins Landans á RÚV helgaður sjávarútveginum í kvöld. Meðal efnis í þættinum verður heimsókn í Auðbjörgu ehf og vinnsla á humri skoðuð. Þátturinn hefst strax eftir kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins klukkan 19:40.Lesa meira
Það verður sannkallaður stórleikur í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli, laugardaginn 1.júní. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Bæði liðin eru með 3 stig eftir þrjá leiki og er stuðningur því gríðarlega mikilvægur. Hátíðarhöld hefjast um 13:00 niður við höfn og er því um að gera að skella sér á völlinn og styðja strákana er þeim lýkur. Allir á […]Lesa meira
Nú er komið að þeirri helgi sem bæjarbúar hafa beðið eftir óþreyjufullir í langan tíma. Hafnardagar eru að hefjast með allri sinni dýrð. Setningarathöfn Hafnardaga verður á morgun fimmtudaginn 30.maí klukkan 20:00 í Ráðhúsi Ölfuss þar sem meðal annars verða menningarverðlaun Ölfuss veitt. Í kvöld frá klukkan 19-21 verður svaka sundlaugarpartý fyrir krakka 10-13 ára, […]Lesa meira
Þórsarar hafa fengið til liðs við sig tvo nýja leikmenn fyrir komandi keppnistímabil í körfubolta. Leikmennirnir sem um ræðir eru Tómas Heiðar Tómasson 21 árs leikstjórnandi frá Fjölni og Ragnar Ágúst Nathanaelsson 21 árs miðherji kemur frá vinum okkar í Hamar. Það má með sanni segja að þetta séu „stór“ tíðindi því ekki eru þetta […]Lesa meira