Ægismenn töpuðu gegn toppliði Leiknis Fáskrúðsfirði í 2. deildinni í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Reiðarfirði og lauk með stórsigri heimamanna 6-1.
Leiknir skoraði tvö mörk í fyrrihálfleik. Heimamenn héldu síðan uppteknum hætti í seinni hálfleik og komust í 5-0 eftir 75 mínútna leik. Ægismenn minnkuðu muninn mínútu seinna þegar Kristján Hermann skoraði eftir að hafa komið inná sem varamaður á 74. mínútu. Leiknismenn gulltryggðu stórsigur sinn 6-1 á 90. mínútu leiksins.
Eftir leikinn þá þurfa Ægismenn nauðsynlega á sigri að halda í lokaleik mótsins gegn Njarðvík í Þorlákshöfn næstkomandi laugardag til að halda sæti sínu í 2. deildinni. Jafntefli gæti þó dugað ef Tindastóll tapar á sama tíma sínum leik gegn Aftureldingu.