Fyrr í kvöld unnu Þórsarar frábæran sigur á Stjörnunni í Dominos deildinni í körfubolta 100-111. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Þórsarar áttu frábæran seinni hálfleik sem skilaði sigrinum gegn sterku liði Stjörnunnar, sem voru taplausir fyrir leikinn í kvöld. Stigaskor Þórsara dreifðist vel í kvöld. Adomas Drungilas átti virkilega flottan leik […]Lesa meira
Dominos deild karla er kominn á fullt að nýju , eftir að æfingar og- keppnishald lá niðri vegna kórónaveirufaraldursins. Eftir grátlegt tap á móti nágrönnum okkar í Grindavík í síðustu umferð, tökum við á móti Stjörnunni í Mathús Garðarbæjarhöllinni í kvöld kl. 18:15. Næsti heimaleikur verður gegn ÍR, mánudaginn 25. janúar næstkomandi í Icelandic Glacial […]Lesa meira
Íslenski landsliðsmaðurinn og Þorlákshafnardrengurinn Jón Guðni Fjóluson hefur samið við Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni en samningurinn er til þriggja ára. Jón Guðni spilaði síðast fyrir Brann í Noregi en hann þekkir vel til sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem hann hefur leikið með Sundsvall og Norrköping.Lesa meira
Í vikunni var tilkynnt um val leikmannahóps til landsliðsæfinga í knattspyrnu í U16 kvenna. Um er að ræða 28 leikmenn sem koma víða að af landinu, þó stærstur hluti þeirra komi frá stóru félögunum á höfuðborgarsvæðinu. Knattspyrnufélagið Ægir er afar stolt af því að Þorlákshafnarbúinn, Auður Helga Halldórsdóttir, hefur verið valin í þennan flotta hóp, […]Lesa meira
Hamar/Þór vann magnaðan sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í áhorfendalausri Icelandic Glacial höllinni í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var þó í beinni útsendingu á vefsjónvarpsrás Þórs. Stjörnukonur byrjuðu fyrsta leikhlutan af miklum krafti og leiddu 13-24 að honum loknum. Hamar/Þór snéru við blaðinu og áttu mjög góðan annan leikhluta og […]Lesa meira
Ægismenn unnu mikilvægan sigur á heimavelli í gær þegar Einherji kom í heimsókn. Lokatölur urðu 3-0. Stefan Dabetic kom Ægismönnum 1-0 yfir á 29. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Petar Banovic bætti við öðru marki Ægismanna á 71. mínútu og staðan orðin vænleg. Það var svo Pétur Smári Sigurðsson sem gerði út […]Lesa meira
Þórsarar byrja Domino´s deildina af miklum krafti þennan veturinn með flottum sigri á Haukum í gærkvöldi 105-97. Heilt yfir voru Þórsarar með góð tök á leiknum og leiddu mestan part leiksins þó svo lokatölurnar gefa kannski annað til kynna. Þórsarar voru án Halldórs Garðars í þessum leik en þar munar um minna. Allir leikmenn Þórs […]Lesa meira
Þórsarar hefja leik í kvöld í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir fá Hauka í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og núna er hægt að kaupa miða á leiki Þórs í appinu Stubbur en einnig verður hægt að fá miða í hurð.Lesa meira
Sameiginlegt lið Hamars og Þórs í 1. deild kvenna í körfubolta gerði góða ferð til Grindavíkur í kvöld þegar liðið sigraði heimakonur 56-63. Frekar mikið jafnræði var með liðunum en Grindavík byrjaði leikinn af meiri krafti og leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta. Þær héldu uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og komust í […]Lesa meira
Þórsarar eru Icelandic Glacial-móts meistarar 2020 eftir frábæran sigur á Njarðvík í kvöld. Lokatölur voru 114-96. Gestirnir í Njarðvík mættu sterkir til leiks og leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar komu gífurlega einbeittir til leiks í öðrum leikhluta og skoruðu fyrstu 16 stig leikhlutans og komust yfir 44-35 þegar þrjár og hálf mínúta […]Lesa meira