Um Hafnarfréttir

Hafnarfrettir.is er ætluð til að þjóna íbúum Sveitarfélagsins Ölfuss og er síðan samfélagslegt verkefni sem hugsað er til að auka jákvæða ímynd samfélagsins, auka samfélagsþátttöku íbúa og að auðvelda íbúum og gestum sveitarfélagsins að nálgast upplýsingar um samfélagið.

Fréttatengdu efni um málefni sveitarfélagsins og menningu er gert hátt undir höfði og sérstaklega öllu því jákvæða sem um er að vera en að sjálfsögðu fjöllum við um allt fréttatengt efni sem tengist samfélaginu. Reynt verður eftir fremsta megni að höfða til allra íbúa með fjölbreyttu efni.

Þeir Davíð Þór Guðlaugsson og Valur Rafn Halldórsson komu Hafnarfréttum af stað árið 2013 en núverandi ritstjóri er Magnþóra Kristjánsdóttir.

Þetta er hugsað sem samfélagslegt verkefni sem íbúar sem og félagasamtök eru beðin um að taka þátt í. Því án ábendinga og þátttöku íbúa er síða sem þessi óþörf.

Einnig viljum við hvetja íbúa til að senda okkur aðsendar greinar og benda félagasamtökum á að við birtum allar auglýsingar, tilkynningar og fréttir frítt fyrir þau.

Auglýsingar / Styrkir

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa á Hafnarfrettir.is, sendu okkur þá póst á frettir@hafnarfrettir.is og fáðu nánari upplýsingar.

    Nafn (fylla út)

    Tölvupóstur (fylla út)

    Efni

    Skilaboðin