Fyrirtækið Smyril line mun auka umsvif sín í Þorlákshöfn mjög mikið á næstunni og byggja stórt vöruhús fyrir vöruflutninga til og frá Evrópu. Fjölga þarf starfsfólki í bænum vegna þessa en vöruhús fyrirtækisins er í dag í Hafnarfirði, en nú hefur verið ákveðið að flytja það í Þorlákshöfn. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV […]Lesa meira
Elsa og Nóni, rekstraraðilar Skálans í Þorlákshöfn, eru hætt að vera með spilakassa á staðnum af samfélagslegri ábyrgð. Elsa Kolbrún Gunnþórsdóttir og Jón Jónsson voru með spilakassa í Skálanum þar til í mars og segir Elsa í samtali við Fréttablaðið að þau hjónin hafi lengi rætt um að hætta með kassana. „Svo þegar umræðan um […]Lesa meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, setti inn athyglisverðan pistil á Facebook í morgun. Þar ræddi hann svokallaða Borgarlínu og benti á að svo væri sem hagsmunir þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins væru ekki ræddir í tengslum við þá miklu framkvæmd. „Það búa um 50 þúsund manns á svæðinu frá Grindavík, út að Árborg og upp að […]Lesa meira
Húsnæði Heilsugæslunnar í Þorlákshöfn var lokað 1. mars síðastliðinn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á húsnæðinu en eins og glöggir íbúar hafa tekið eftir þá hefur lítið farið fyrir framkvæmdaraðilum á svæðinu. Íbúar sem Hafnarfréttir tóku á tali eru margir hverjir verulega óánægðir með hve snemma heilsugæslunni var lokað fyrst engar framkvæmdir eru hafnar í húsnæðinu, rúmum […]Lesa meira
Í gær var stórt skref tekið í frekari uppbyggingu á svið menningarlífsins í Ölfusi þegar Leikfélag Ölfuss og Hljómlistafélag Ölfus fengu afhent til eigin afnota húsnæði við Selvogsbraut 4. Alls er um að ræða 215 m2 húsnæði auk rúmgóðs geymslusvæðis í kjallara. Leikfélagið hefur á seinustu árum verið á hálfgerðum hrakhólum með sitt starf og […]Lesa meira
Ríkisstjórinin kynnti í dag hörðustu sóttvarnaraðgerðir frá því að kórónaveiran barst hingað til lands fyrir rúmu áðri síðan. Ákvörðunin byggist á tillögum sem bárust frá sóttvarnarlækni, sem lagði til hertar aðgerðir sem munu gilda næstu þrjár vikurnar. Eftirleðis er að finna þær reglur sem kynntar voru með tilliti til íbúa Ölfuss. Samkomutakmarkanir:• Grunnskólinn í Þorlákshöfn, […]Lesa meira
Bæjarráð Ölfus furðar sig á afstöðu Markaðsstofu Suðurlands sem afþakkar boð bæjarráðs Ölfuss um afnot af fríu húsnæði í eigu Sveitarfélagsins Ölfuss undir starfsemi Markaðstofunnar. Kom þetta fram á fundi bæjarráðs síðastliðinn fimmtudag. Í nóvember á síðasta ári bauðst bæjarráð Ölfuss að leggja Markaðsstofunni til húsnæði í Sveitarfélaginu Ölfusi þeim að kostnaðarlausu. „Með því vill […]Lesa meira
Íbúar í Þorlákshöfn hafa verið beðnir um að halda sig innandyra vegna eldgossins sem er hafið í Geldginadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Vindáttin er þannig að gas frá gosinu getur borist til bæjarins. Þá eru íbúar jafnframt beðnir um að loka öllum gluggum og hækka í ofnum.Lesa meira
Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um áhuga erlendra fjárfesta til að fjárfesta fyrir hundruð milljarða í umhverfisvænni orku á Íslandi. Hafsteinn Helgason hjá EFLU segir að þar sé sérstaklega horft til fjárfestinga við Finnafjörð og Þorlákshöfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þessar hugmyndir á frumstigi. „Við höfum átt nokkra góða fundi, og teljum fulla ástæðu til að skoða […]Lesa meira
Fáum dylst, þegar farið er um Sveitarfélagið Ölfus, sá mikli vöxtur sem þar á sér stað. Á það ekki síst við um þéttbýlið í Þorlákshöfn. Hvarvetna má sjá framkvæmdir. Einbýlishús í bland við fjölbýlishús og iðnaðarhúsnæði í bland við athafnasvæði. Samhliða þessum miklu framkvæmdum hefur íbúum fjölgað hratt og er nú svo komið að þeir telja 2.386 manns. Á […]Lesa meira