Á fundi sínum í morgun ræddi framkvæmda- og hafnarnefnd stækkun leikskólans Bergheima en áform hafa verið uppi um framkvæmdir við leikskólann enda umtalsverð fjölgun íbúa á seinustu árum. Ekki hvað síst hefur fjölgað meðal fólks á barneignaaldri. Í viðtali við Hafnarfréttir sagði Eiríkur Vignir Pálsson, formaður framkvæmda- og hafnarnefndar, að á seinustu vikum hafi starfsmenn sveitarfélagsins […]Lesa meira
Þriggja metra háir baklýstir stafir sem mynda orðið „ÖLFUS“ munu prýða veglegt merki sem verið er að byggja við sveitarfélagamörk Ölfuss og Kópavogs í vegkantinum nálægt Litlu kaffistofunni. Stefnt er að því að merkið verði tilbúið í febrúar eða mars ef veður leyfir. Í fjarhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfus var upphaflega gert ráð fyrir 10 milljónum króna […]Lesa meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri segir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun að það hafi verið afar ánægjulegt að hefja fyrsta formlega vinnudag þessa árs á því að skoða íbúatölur og sjá að enn sé Ölfusið að eflast. „Við hefjum þetta ár með 2.369 íbúa og enn eitt árið er fjölgunin milli 4% og 5%. Ef […]Lesa meira
Þetta skrýtna ár er við það að renna sitt skeið. Hér gefur að lýta tuttugu mest lesnu greinarnar á Hafnarfréttum árið 2020. Þó svo að heimsfaraldurinn hafi verið hvað mest áberandi í samfélaginu á árinu þá var mál Hjallastefnunnar mest áberandi á Hafnarfréttum árið 2020. Þá voru fréttir af körfubolta og Smyril Line nokkuð áberandi […]Lesa meira
Þessi áramótin verður engin brenna í Þorlákshöfn í ljósi aðstæðna þar sem erfitt er að viðhalda fjarlægðarmörkum. „Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og viljum við í Sveitarfélaginu Ölfusi sýna ábyrgð í verki og aflýsum því áramótabrennu í ár,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Ölfuss. Flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Ölvers og Björgunarsveitarinnar Mannbjargar verður á planinu við […]Lesa meira
Nú um hátíðarnar var brotist inn í flugeldagám fyrir utan Kiwanishúsið í Þorlákshöfn þar sem flugeldum að andvirði 3 milljóna króna var stolið. Björgunarsveitin Mannbjörg hefur aðstoðað Kiwanisklúbbinn með söluna í tugi ára og er salan stærsta fjáröflun beggja félaga og því ljóst að um mikið tekjutap er að ræða fyrir báða aðila. Tjónið er […]Lesa meira
Frá upphafi hefur þróun hafnarinnar verið drifkraftur þróunar okkar góða samfélags. Vöxtur hafnarinnar hefur verið vindurinn í seglinn fyrir íbúa og fyrirtæki. Eftir því sem höfnin hefur orðið betri þá hafa fyrritækin styrkst, íbúum fjölgað og velmegun aukist. Það eru því bjartir tímar framundan því í gær tók ríkið ákvörðun um að ráðast í gríðalegar […]Lesa meira
Sigríður Kjartansdóttir og Gestur Áskelsson hlutu lista- og menningarverðlaun Sveitarfélagsins Ölfuss árið 2020. Auglýst var eftir tilnefningum til lista- og menningarverðlaunanna og bárust margar góðar tilnefningar en eftir yfirferð var einróma samþykkt í bæjarráði að veita þeim hjón verðlaunin enda vel að þeim komin. Í rökstuðningi með tilnefningu kom fram að ,,þau hjón hafa bæði […]Lesa meira
Úthlutað hefur verið styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands samkvæmt tillögum fagráða sem fjalla um umsóknirnar. Hægt var að sækja um annars vegar atvinnu- og nýsköpunar verkefni og hins vegar menningar tengd verkefni. Fram kemur á heimasíðu SASS að um er að ræða síðari úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Mikill fjöldi umsókna barst til sjóðsins að þessu […]Lesa meira
Sunnudaginn 29. nóvember verða ljósin tendruð á jólatrénu við ráðhúsið. Í samræmi við sóttvarnaráherslur verður það með breyttu sniði þetta árið. Í stað þess að koma saman við jólatréð munu jólasveinarnir taka léttan hring og heilsa upp á börnin sem á vegi þeirra verða. Jólasveinarnir leggja af stað kl. 17:00 og fara sem leið liggur […]Lesa meira