Afmælisnefndin sem er þessa dagana að setja saman dagskrá í tilefni 70 ára afmælis Þorlákshafnar ætlar að hafa afmælisupphitun um páskana með skemmtilegri og fræðandi spurningakeppni í kvöld, laugardaginn 3. apríl, klukkan 20. Spurningakeppnin er fyrir alla fjölskylduna í beinu streymi. Streymið verður aðgengilegt á eftirfarandi slóð: https://vimeo.com/event/851064 Það sem þið þurfið að vera búin […]Lesa meira
Hæfileikakeppni unglinga í grunnskólum Árnessýslu fer fram í fyrsta skipti 15. maí í Íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Keppnin heitir Skjálftinn og er að fyrirmynd Skrekks sem haldinn hefur verið í 30 ár fyrir ungmenni í grunnskólum Reykjavíkurborgar. List fyrir alla er samstarfsaðili Skjálftans og síðustu vikur hafa dansarar á vegum List fyrir alla heimsótt Skjálfta skólana […]Lesa meira
Hljómlistafélag Ölfuss stendur fyrir jólatónleikum í kvöld, föstudaginn 18. des., sem verða í beinu streymi úr ráðhúsinu. Þar kemur fram fjöldinn allur af tónlistarfólki úr heimabyggð sem flytur fjölbreytt jólalög úr ýmsum áttum. Jólatónleikarnir eru fjáröflunartónleikar, en eins og fram hefur komið þá er Hljómlistafélagið að safna fyrir uppbyggingu á æfinga- og upptökurými sem mun […]Lesa meira
Hljómlistafélag Ölfuss efndi til jólalagakeppni þar sem tónlistarfólk í Sveitarfélaginu var hvatt til þess að semja lag og texta, taka upp og senda inn fyrir 1. desember. Það bárust 7 jólalög inn í keppnina sem öll voru alveg frábær og í raun framar vonum. Það var því erfitt verkefni sem dómararnir Salka Sól, Elliði Vignisson […]Lesa meira
Hljómlistafélag Ölfuss efnir til jólalagasamkeppni fyrir þessi jól. Allir geta tekið þátt í keppninni og verðlaunin eru vegleg, 20.000 kr. gjafakort í Hljóðfærahúsinu, HD 200 Pro heyrnartól frá Pfaff og JBL Xtreme hátalari frá Símanum. Til að taka þátt þarf að senda frumsamið jólalag á hljomlistafelagolfuss@gmail.com fyrir 1. desember. Lagið þarf ekki að vera fullunnið, […]Lesa meira
Síðasti viðburður Þollóween 2020 verður laugardagskvöldið 31. október þegar Hljómlistafélag Ölfuss stendur fyrir tónleikum sem verða sendir út beint í gegnum facebook síðu þeirra. Það verður mikið lagt í þessa tónleika, bæði tæknilega og músíklega séð, með nokkrum myndavélum og fyrsta flokks hljóðvinnslu. Það vita það ef til vill ekki allir en einn fremsti hljóðmaður […]Lesa meira
Skammdegishátíðin Þollóween verður haldin dagana 26.-31. október og er það í þriðja sinn sem Þorlákshafnarbúar fagna myrkrinu, klæða sig upp og skemmta sér hræðilega í heila viku. Það var áskorun að koma hátíðinni saman í ár enda ganga hátíðir almennt út á það að fólk komi saman til að skemmta sér sem er þvert á […]Lesa meira
Laugardaginn 1. ágúst, sem er um verslunarmannahelgina, verða tvennir viðburðir á vegum hátíðarinnar Hamingjunnar við hafið. Þá verður hægt að komast í útsýnisflug í þyrlu á vegum Helo fyrir sanngjarnt verð en þeir hafa verið á ferð um landið til að bjóða upp á þessa þjónustu við góðar undirtektir. Þá er einnig hugmyndin að vera […]Lesa meira
Fyrr í vetur var Hljómlistarfélag Ölfuss stofnað með það að markmiði að styðja við og efla tónlistarlífið í Ölfusi. Í kvöld heldur félagið í samstarfi við bæjarhátíðina Hamingjuna við hafið sinn fyrsta viðburð þar sem tónleikar verða haldnir í ýmsum görðum í Þorlákshöfn. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína í þágu félagsins […]Lesa meira
Hamingjan við hafið fer af stað með miklum krafti en eins og áður hefur komið fram stendur hún yfir í allt sumar með viðburðum alla fimmtudaga og laugardaga til 9. ágúst. Í dag koma BMX brós fram við Hafnarnesvita kl. 18 og eru fjölskyldur og vinir hvattir til að hjóla saman þangað, jafnvel með eitthvað […]Lesa meira