Hausttónleikaröð Tómasar Jónssonar í Versölum

Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson stendur fyrir tónleikaröð í Versölum í haust. Fyrstu tónleikarnir verða 22. september kl. 17 en þá mætir engin önnur en Ragnhildur Gísladóttir. Þann 29. september er komið að Valdimar, þann 20. október stígur GDRN á stokk og síðustu tónleikarnir verða 27. október en þá er það hljómsveitin ADHD. Miðasala fer fram á Tix.is.