Við hjá Hafnarfréttum rákumst á ansi skemmtilega uppskriftarbók sem Skátafélagið Melur gaf út árið 1998. Bókin var fjáröflun fyrir félagið sem var mjög virkt á árunum 1997 og fram á tíunda áratuginn. Það voru Jóhanna Erla og Ragnar Aðalsteinn Magnússon sem endurreistu félagið árið 1997 og var fyrsti fundurinn haldinn 12. september 1997 í stofunni […]Lesa meira
Í tilefni þess að íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar virkilega mikilvægan leik í dag fannst okkur við hæfi að birta mynd af gömlum knattspyrnuhetjum úr Ægi. Myndina tók Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson í júlí árið 1993 af þessu stórkostlega liði. Nöfn þeirra sem þekktir eru talin frá vinstri í efri röð: Jón Bjarni Stefánsson, Magnús Pálsson, Steinn Skúlason, […]Lesa meira
Í facebook-hópnum Þorlákshöfn, gamlar myndir er að finna margar gersemar frá upphafsárum bæjarfélagsins. Þessar frábæru myndir tók Sigurður Bjarni Gíslason fyrir rúmlega 50 árum síðan við hin ýmsu tilefni í Þorlákshöfn. Hér að neðan má sjá myndir Sigurðar frá 17. júní skemmtun í bæjarfélaginu, balli í félagsheimilinu og lífinu um borð á Draupni.Lesa meira
Í Gamalt og gott að þessu sinni birtum við vígsluræðu Halldórs E. Sigurðssonar, þáverandi samgönguráðherra, sem birtist í Tímanum þann 14. nóvember 1976 um stórbætta hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn. Greinin og myndirnar eru fengnar af Tímarit.is. Mannlifið er margbreytilegt og margt óvænt ber að, ýmist ánægjulegt eða miður gott. Gerir þá jafnan gæfumuninn, hvernig við er brugðizt. Astæðan til þess að við komum […]Lesa meira
Í Gamalt og gott að þessu sinni er grein sem birtist í Frjálsri verslun þann 1. júlí árið 1973. Blaðið ræddi við Svan Kristjánsson sem á þessum tíma var sveitarstjóri Ölfushrepps. Greinin og myndirnar eru fengnar af Tímarit.is. Sveitarstjóri Ölfushrepps heitir Svanur Kristjánsson og hefur hann aðsetur í Þorlákshöfn. FV lagði þangað leið sína nýlega, hitti Svan og bað hann að segja […]Lesa meira
Í gamalt og gott að þessu sinni birtum við gamlar myndir sem teknar voru í Þorlákshöfn á seinustu öld. Myndirnar eru fengnar af Facebook síðunni „Þorlákshöfn, gamlar myndir“.Lesa meira
Í gamalt og gott að þessu sinni er skemmtilegt myndband sem sýnir sjómenn á Skálafelli ÁR á veiðum fyrir 41 ári síðan eða árið 1974. Sá sem setur myndbandið á Youtube heitir Jón Tryggvi Jónsson en faðir hans, Jón Ólafsson, var skipstjóri á Skálafellinu á þessum tíma. Undir myndbandinu má heyra lögin Þorlákshafnarvegurinn og Hinsta ferðin. Bergþóra Árnadóttir, móðir […]Lesa meira
Í Gamalt og gott að þessu sinni er grein sem birtist í Morgunblaðinu 7. mars 1971. Þá mættu blaðamaður og ljósmyndari til Þorlákshafnar til að skoða atvinnu- og mannlífið í höfninni. Greinin og myndirnar eru fengnar af Tímarit.is. Á föstudaginn brugðu blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins sér í stutta ferð til Þorlákshafnar til að skoða atvinnulífið og mannlífið á […]Lesa meira
Gamalt og gott að þessu sinni er úrklippa úr Tímanum, miðvikudaginn 24. janúar 1973. Tíminn birti myndasíðu sem sýndi Vestmannaeyinga koma til lands í Þorlákshöfn í kjölfar Heimaeyjargossins sem hófst degi áður í Vestmannaeyjum. Eftirfarandi myndir og textar eru fengnir af Tímarit.is. Lesa meira
Að þessu sinni í Gamalt og gott er það úrklippa úr Morgunblaðinu frá árinu 1988 þar sem sagt er frá nýrri æskulýðsmiðstöð eða félagsmiðstöð eins og hún kallast í dag. Félagsmiðstöð var formlega tekin i notkun fyrir nokkru hér í Þorlákshöfn. Félagsmiðstöðin, sem opin er þrjú kvöld í viku, er fyrir krakka úr 7. bekk og upp úr. Börn […]Lesa meira