Atvinnulífið og mannlífið í Þorlákshöfn í myndum

Í Gamalt og gott að þessu sinni er grein sem birtist í Morgunblaðinu 7. mars 1971. Þá mættu blaðamaður og ljósmyndari til Þorlákshafnar til að skoða atvinnu- og mannlífið í höfninni.

Greinin og myndirnar eru fengnar af Tímarit.is.

Loðnan er brædd í poka...
Loðnan er brædd í poka…

Á föstudaginn brugðu blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins sér í stutta ferð til Þorlákshafnar til að skoða atvinnulífið og mannlífið á staðnum. Þá var mikið um að vera. Látlaus loðnulöndun hafði verið alla nóttina og er við komum voru allar þrær fullar, bátarnir farnir aftur á miðin til að sækja fullfermi, en á bryggjunni unnu tveir menn við að hreinsa. Bræðslan á staðnum malar gullið allan sólarhringinn og mjölpokarnir hlaðast upp og lýsistankarnir fyllast. Síðan tæmist allt og gjaldeyrisvarasjóðurinn okkar stækkar.

Í frystihúsinu var líf í tuskunum og unnið bæði að frystingu og loðnu fyrir Japansmarkað og göfugs Íslandsþorsks og graðýsu fyrir Bandaríkjamarkað. Er við gengum í vinnusalina var vinnugleðin augljós. Þegar við fórum var gleðin enn þá meiri, … vegna þess að þá fékk fólkið útborgað.

... og fryst og sett í öskjur og þá er handagangur í öskjunni.
… og fryst og sett í öskjur og þá er handagangur í öskjunni.

 

atvinnulif_gamalt03
Hann stálar
atvinnulif_gamalt05
Skemmtilegast er þó að fá kaupið sitt.

 

atvinnulif_gamalt06
Mikill afli fer um vigtina í Þorlákshöfn, en mest af honum fer suður með sjó.