Hreyfivika: mánudagur

hlaup01

Í dag hefst Hreyfivika UMFÍ og að sjálfsögðu tekur Ölfus þátt í henni. Til að byrja með þá er skorað á alla þá sem geta að hjóla í skólann og vinnuna og muna að nota hjálm.

Svo kl. 10:20 verður í boði boccia hjá eldri borgurum í íþróttahúsinu.

Um kl. 17:30 leggur skokkhópur af stað frá íþróttamiðstöðinni og eru allir velkomnir.

Í kvöld kl. 20:30 verða fullorðinsfimleikar í umsjón fimleikadeildar Umf. Þórs.