Landsvirkjun stefnir að raforkusölu til GeoSalmo

Landsvirkjun og GeoSalmo hafa undirritað skilmálayfirlýsingu fyrir raforkusölu til laxeldisfyrirtækisins sem nú undirbýr landeldi í nágrenni við Þorlákshöfn. Yfirlýsingin felur í sér að fyrirtækin eru sammála um grunnforsendur vegna orkusamnings sem fyrirhugað er að gera síðar. Áætlanir GeoSalmo falla vel að forgangsröðun Landsvirkjunar í orkusölu á næstu árum en GeoSalmo nýtir íslenskar auðlindir til að framleiða sjálfbæra, loftslagsvæna […]Lesa meira

Vel heppnað þorrablót að baki

Þorrablót Þorlákshafnarbúa var haldið síðastliðinn laugardag í Versölum. Það voru Hestamannafélagið Háfeti, Kiwanisklúbburinn Ölver og Leikfélag Ölfuss sem stóðu að blótinu. Það er mál manna að vel hafi tekist til og var þetta skemmtun góð. Þorramaturinn frá Veisluþjónustu Suðurlands rann ljúflega niður og svo virtist sem skemmtiatriði nefndarinnar hafi farið vel í mannskapinn. Danshljómsveit Ívars […]Lesa meira

Vilja samstarf við Ölfus um kaup á hitaveitu

Orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal (RG) og spænski innviðasjóðurinn Serena Industrial Parners hafa óskað eftir samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus um kaup á Hitaveitu Ölfuss sem í dag er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.  Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að í minnisblaði sem fylgdi erindinu og var lagt fyrir á fundi bæjarráðs 2. febrúar komi fram að hugmynd RG sé […]Lesa meira

Styrking Þrengslavegar boðin út

Fyrirhugað er að styrkja Þrengslaveg milli Lambafells og Litla-Sandfells og hefur Vegagerðin óskað eftir tilboðum í verkið. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. september 2023. Samkvæmt útboðsauglýsingu felur útboðið í sér endurmótun, styrkingu og malbikun á 5,4 kílómetra kafla. Vegurinn verður fræstur, breikkaður og jafnaður og síðan lagt malbik. Frestur til að skila inn […]Lesa meira

Sveitarfélagið Ölfus með lægsta fasteignaskatt allra sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins

Sveitarfélagið Ölfus er með lægsta fasteignaskatt allra sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun og viðbótargreiningu sem birt var á vefnum akranes.is og tekur Ölfus þar með fyrsta sætið af Vestmannaeyjum.  Í greiningunni koma fram upplýsingar um fasteignamat og fasteignagjöld og þá liði sem fasteignagjaldið samanstendur af, það er fasteignaskattur, lóðarleigu, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald. […]Lesa meira

Varðandi yfirlýsingu stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista í Hafnarfréttum

Akureyri, 30. janúar 2023 Þann 27. janúar sl. birti stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi (KSDA) yfirlýsingu í Hafnarfréttum. Yfirlýsingin er formleg viðbrögð stjórnar trúfélagsins við skrifum undirritaðs um rekstur námanna í Litla-Sandfelli og Lambafelli sem eru í eigu trúfélagsins en samningur KSDA við Eden Mining um nýtingu þessara náma virðist vera undirstaða fyrirhugaðra […]Lesa meira

KPMG lýkur mati á efnahagslegum áhrifum af starfsemi Heidelberg Materials í

Ráðgjafafyrirtækið KPMG gefur lokið mati á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelberg Materials í Þorlákshöfn. Heidelberg Materials bað starfsfólk KPMG að framkvæma skoðun sem beindist fyrst og fremst að helstu áhrifaþáttum, störfum sem fylgja starfseminni og áætluðum tekjum sveitarfélagsins.[1] Áætlaðar heildartekjur sveitarfélagsins geta samkvæmt matinu numið 488 – 788 milljónum króna á ári. Áætlanir gera ráð fyrir […]Lesa meira

Þórsarar komnir upp úr fallsætinu

Þórsarar heimsóttu Hött á Egilsstöðum í gær og unnu þar nauman sigur 86-83. Lyftu þeir sér þannig loksins upp úr fallsætinu og eru nú í 10. sæti Subway deildarinnar með 8 stig. Stigahæstir Þórsara voru þeir Vincent Shahid og Fotios Lampropoulos hvor um sig með 23 stig. Styrmir Snær Þrastarson skoraði 20 stig. Næsti leikur […]Lesa meira

Metfjöldi umsókna á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Þrjátíu verkefni sóttu um á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram þann 29. mars næstkomandi en umsóknarfrestur rann nú um miðjan janúar.  Þetta er í annað sinn sem Norðanátt heldur slíka hátíð á Siglufirði og verður tilkynnt 15. febrúar nk. hvaða sprota- og vaxtarfyrirtæki munu stíga á stokk fyrir fullum sal fjárfesta í mars. Kolfinna María Níelsdóttir, verkefnastjóri […]Lesa meira

Yfirlýsing frá Kirkju Sjöunda dags aðventista vegna umræðna á íbúasíðu

Hafnarfréttum barst eftirfarandi yfirlýsing frá Kirkju Sjöunda dags aðventista: ,,Í gær var haft samband við okkur varðandi umræðu sem fer nú fram á Facebook-síðu Þorlákshafnar þar sem einstaklingur sem er meðlimur Kirkjunnar deilir skjali til íbúa með efni sem hann hefur sett saman um Kirkjuna og söfnuðinn. Af því tilefni vill Kirkja Sjöunda dags aðventista […]Lesa meira