Sterkur sigur Þórs gegn Stjörnunni

Þórsarar unnu mjög sterkan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gærkvöldi þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær. Þórsarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru alltaf skrefinu á undan heimamönnum. Þór gengu til búningsherbergja í hálfleik með 18 stiga forystu eftir frábæran 2. leikhluta. Leikurinn snérist við í seinni hálfleik […]Lesa meira

Hlutfall eldri borgara lækkar í Ölfusi en hækkar víðast hvar

Elliði Vignisson bæjarstjóri byrti í morgun áhugaverða stöðufærslu á Facebook þar sem hann sýnir þróun í hlutfalli eldri borgara í nokkrum sveitarfélögum. Þar kemur fram að hlutfall eldri borgara í Sveitarfélaginu Ölfusi fari lækkandi sem hann segir til komið vegna ásóknar barnafjölskyldna í búsetu í sveitarfélaginu og þá sérstaklega í Þorlákshöfn. Í stöðufærslunni kemur fram að […]Lesa meira

Sprengjuleitarsveitin aftengir mögulega sprengju í Þorlákshöfn

Mikill viðbúnaður er við nýja gámasvæðið í Þorlákshöfn og búið að loka af fyrir umferð. Sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar er á svæðinu með mikinn búnað og eru samkvæmt heimildum Hafnarfrétta að aftengja mögulega sprengju sem fannst á svæðinu í morgun þegar starfsmenn mættu til vinnu. Ennþá er um óstaðfestar upplýsingar að ræða og munum við uppfæra fréttina […]Lesa meira

Þollóween handan við hornið – Sjáðu dagskrána

Þollóween skammdegishátíðin verður haldin í fjórða sinn í Þorlákshöfn dagana 25.-30. október. Sem fyrr er lögð mikil áhersla á fjölbreytta viðburði þar sem allir geta fundið eitthvað hræðilega spennandi sem vekur áhuga og ef til vill svolítinn taugatrekking. Það verða draugahús fyrir bæði börn og fullorðna, flóttaherbergi (escape room), bílabíó, ónotaleg sundstund, skelfileg skrautsmiðja, kökuskreytingakeppni, […]Lesa meira

Pósturinn lokar í Þorlákshöfn

Íslandspóstur hefur tekið ákvörðun um að loka afgreiðslu sinni í Þorlákshöfn sem seinustu ár hefur verið veitt af Landsbankanum. Áfram verður póstþjónusta í Þorlákshöfn veitt með póstbíl og með póstboxum. Þetta hefur eftirfarandi breytingar í för með sér: Sendingar verða afhentar í póstbox eða heimsendingu á daginn. Hægt verður að póstleggja skráðar sendingar í póstbox […]Lesa meira

Forsala hafin á glæsilega jólatónleika LÞ

Aðventan hefst með miklum glæsibrag í Þorlákshöfn þegar Lúðrasveit Þorlákshafnar heldur jólatónleika sína í íþróttahúsinu laugardaginn 27. nóvember. Katrín Halldóra, sem stimplaði sig rækilega inn í hjörtu landsmanna í hlutverki Ellýjar í Borgarleikhúsinu, syngur með Lúðrasveitinni og einnig hinn margkrýndi söngvari ársins Valdimar Guðmundsson. Þau sjá líka um að kynna á milli laga og ljá […]Lesa meira

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn

Foreldrafélag Grunnskólans í Þorlákshöfn stendur fyrir opnum foreldra- og samfélagsfundi miðvikudaginn 20. október í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss. Fundurinn hefst kl. 18 og stendur til 20.30 og öllum viðstöddum er boðið upp á súpu (skráning nauðsynleg, sjá link fyrir neðan). Ætla að koma af stað foreldraröltiTilgangur fundarins er að koma af stað foreldrarölti sem verður skipulagt […]Lesa meira

Hamar-Þór með frábæran sigur

Hamar-Þór vann flottan 90-67 sigur á Vestra í 1. deild kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik en okkar konur áttu frábæran seinni hálfleik þar sem þær skoruðu 53 stig í þriðja og fjórða leikhluta. Hamar-Þór vann að lokum sannfærandi 23 stiga sigur og fyrsti sigurinn […]Lesa meira

Ægir fær hálfa milljón fyrir góðan árangur

Á síðasta fundi bæjarráðs sveitarfélagsins Ölfuss var samþykkt að sveitarfélagið muni greiða Knattspyrnufélaginu Ægi sérstakan 500 þúsund króna styrk fyrir góðan árangur á nýafstöðnu tímabili. Ægismenn komust upp um deild í haust og hefur liðið farið úr 4. deild og upp í 2. deild á aðeins þremur árum. Í erindi Ægis til bæjarráðs var farið […]Lesa meira

Öruggur sigur Þórs gegn Vestra

Þórsarar unnu sannfærandi sigur á Vestra í Icelandic Glacial höllinni fyrr í kvöld þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 100-77. Leikurinn var í raun aldrei í hættu og spiluðu Íslandsmeistarar Þórs heilt yfir mjög vel í kvöld að undanskildum smá kafla í 2. leikhluta, þar sem gestirnir náðu aðeins að saxa […]Lesa meira