Sterkur liðsigur Þórs gegn Stjörnunni

Fyrr í kvöld unnu Þórsarar frábæran sigur á Stjörnunni í Dominos deildinni í körfubolta 100-111. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Þórsarar áttu frábæran seinni hálfleik sem skilaði sigrinum gegn sterku liði Stjörnunnar, sem voru taplausir fyrir leikinn í kvöld. Stigaskor Þórsara dreifðist vel í kvöld. Adomas Drungilas átti virkilega flottan leik […]Lesa meira

Körfuboltinn kominn á fullt aftur

Dominos deild karla er kominn á fullt að nýju , eftir að æfingar og- keppnishald lá niðri vegna kórónaveirufaraldursins. Eftir grátlegt tap á móti nágrönnum okkar í Grindavík í síðustu umferð, tökum við á móti Stjörnunni í Mathús Garðarbæjarhöllinni í kvöld kl. 18:15. Næsti heimaleikur verður gegn ÍR, mánudaginn 25. janúar næstkomandi í Icelandic Glacial […]Lesa meira

Jón Guðni í sænsku úrvalsdeildina

Íslenski landsliðsmaðurinn og Þorlákshafnardrengurinn Jón Guðni Fjóluson hefur samið við Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni en samningurinn er til þriggja ára. Jón Guðni spilaði síðast fyrir Brann í Noregi en hann þekkir vel til sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem hann hefur leikið með Sundsvall og Norrköping.Lesa meira

Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en […]Lesa meira

Búseturéttur á Mánabraut til sölu

Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir til sölu búseturétt í parhúsi sem staðsett er í byggðarkjarna eldri borgara í Þorlákshöfn. Mánabraut 5 í ÞorlákshöfnTil sölu er búseturéttur í 2ja svefnherbergja íbúð í parhúsi. Í heildina er eignin 122,5 fm. og þar af bílskúr 28,6 fm. Húsið var byggt árið 2007 og er staðsett í rólegum og notalegum byggðarkjarna […]Lesa meira

Auður Helga valin á U16 landsliðsæfingar

Í vikunni var tilkynnt um val leikmannahóps til landsliðsæfinga í knattspyrnu í U16 kvenna. Um er að ræða 28 leikmenn sem koma víða að af landinu, þó stærstur hluti þeirra komi frá stóru félögunum á höfuðborgarsvæðinu. Knattspyrnufélagið Ægir er afar stolt af því að Þorlákshafnarbúinn, Auður Helga Halldórsdóttir, hefur verið valin í þennan flotta hóp, […]Lesa meira

Undirbúningur vegna stækkunar Bergheima vel á veg komin

Á fundi sínum í morgun ræddi framkvæmda- og hafnarnefnd stækkun leikskólans Bergheima en áform hafa verið uppi um framkvæmdir við leikskólann enda umtalsverð fjölgun íbúa á seinustu árum. Ekki hvað síst hefur fjölgað meðal fólks á barneignaaldri.  Í viðtali við Hafnarfréttir sagði Eiríkur Vignir Pálsson, formaður framkvæmda- og hafnarnefndar, að á seinustu vikum hafi starfsmenn sveitarfélagsins […]Lesa meira

Höfn í höfn í Þorlákshöfn

Fyrir rúmum þremur árum urðu vörusiglingar til Þorlákshafnar að veruleika, eftir hundrað ára bið. Aðdraganda þeirra má rekja til þess þegar bændur af öllu landinu komu saman til fundar að Þjórsártúni í janúar 1916. Tilefnið var að berjast fyrir jákvæðri byggðaþróun og uppbyggingu landsins. Í framhaldinu varð Framsóknarflokkurinn stofnaður, 16. desember sama ár, og er […]Lesa meira

Biluð hitaveitudæla á Bakka

Bilun hefur komið upp í dælu í annarri af tveimur borholum á Bakka þaðan sem heitu vatni er veitt til Þorlákshafnar. Skipta þarf um dælu og hefst vinna við það í dag og er áætlað að ný dæla verði komin í gagnið fljótlega eftir helgi gangi verkið vel. Ein borhola annar ekki allri notkun Þorlákshafnar. […]Lesa meira

Söfnun jólatrjáa í Þorlákshöfn

Dagana 7. og 8. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar annast hirðingu jólatrjáa í bænum. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni. Einnig geta íbúar losað sig við jólatrén á […]Lesa meira