Ölver gefur grunnskólanum Pönnuvöll

Kiwanismenn í Þorlákshöfn hafa í gegnum árin stutt vel við starf grunnskólans. Í vor höfðu þeir samband við skólastjórnendur með gjöf til skólans í huga.  Til tals kom að bæta við aðstöðu á skólalóðinni með því að setja upp annan pönnuvöll. Einn völlur hefur verið við skólann í nokkur ár og er vinsæll meðal nemenda. […]Lesa meira

Bergheimabörn skoða Júpíter

Mánudagskvöldið 26. september mættu nokkur börn af elsta kjarna leikskólans ásamt foreldrum til að virða fyrir sér plánetuna Júpíter sem skein svo skært á himni þetta kvöld. Mikil eftirvænting var í hópnum og þegar Júpíter reis loksins upp yfir íþróttahúsið urðu hvorki börn né fullorðnir fyrir vonbrigðum. ,,Við vorum með sjónaukann sem foreldrafélagið gaf leikskólanum […]Lesa meira

Þór úr leik í Evrópubikar FIBA

Þórsarar eru úr leik í undankeppni Evrópubikars FIBA eftir tap gegn Petrolina AEK frá Kýpur í dag 77-68. Leikurinn var frekar jafn og leiddi lið Petrolina mest allan leikinn með tveimur eða þremur stigum. Fotios Lampropoulos var stigahæstur Þórsara með 18 stig og 7 fráköst en næstur var Alonzo Walker með 16 stig og 8 […]Lesa meira

,,Að endurvekja fortíðina án þess að endurtaka hana“

Jónas Sigurðsson í viðtali Blaðamaður Hafnarfrétta hitti tónlistarmanninn Jónas Sigurðsson í Þorlákskirkju þar sem hann var nýkominn úr upptökum á nýju lagi sem hann er að vinna að ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar. Lagið kemur út í byrjun október og er gefið út í tilefni 10 ára afmælis plötunnar Þar sem himin ber við haf en Jónas […]Lesa meira

Þór Þorlákshöfn og Petrolina AEK í beinni

Þór Þorlákshöfn mætir liði Petrolina AEK frá Kýpur í undankeppni Evrópubikars FIBA á morgun, þriðjudaginn 27. september og fer leikurinn fram í Minatori höllinni í bænum Mitrovica í Kósóvó. Leikurinn verður sýndur í beinni og má finna slóðina hér. Leikurinn hefst kl. 15 að íslenskum tíma.Lesa meira

Bjarni H. Joensen undir stiganum

Myndlistasýning Bjarna H. Joensen sem staðið hefur yfir í september í galleríinu Undir stiganum verður opin út þessa viku á opnunartíma bókasafnsins. Bjarni er fæddur árið 1935 og ólst upp á Eskifirði. Hann er af dönskum og færeyskum ættum og bjó um tíma í Danmörku. Bjarni bjó í Vestmannaeyjum fram til 1973 er gos hófst […]Lesa meira

Dregið í VÍS bikarnum

Dregið hefur verið í fyrstu umferðir 32 og 16 liða úrslita í VÍS bikarnum í körfubolta. Karlalið Þórs hefur baráttuna á útivelli gegn Hetti á Egilsstöðum og fara leikirnir fram 16.-17. október. Liðið mætir svo annað hvort ÍA eða Selfossi í 16 liða úrslitum 30.-31. október. Einnig var dregið í 16 liða úrslit kvenna í […]Lesa meira

Tímamót

Nú hef ég formlega tekið við sem ritstjóri Hafnarfrétta og langar til að þakka þeim Vali Rafni og Davíð Þór fyrir ómetanlegt framlag þeirra til samfélagsins síðastliðin tíu ár. Það er okkur öllum mikilvægt að hafa hér miðil á borð við Hafnarfréttir. Hér gefst öllum kostur á að koma ýmiss konar efni á framfæri, segja […]Lesa meira

Magnþóra tekur við Hafnarfréttum

Magnþóra Kristjánsdóttir mun á næstu dögum taka við sem ritstjóri og eigandi Hafnarfrétta. Magnþóru þekkja flest allir Ölfusingar en hún hefur verið áberandi í menningarlífi sveitarfélagsins, til að mynda í Leikfélagi Ölfuss og þá hefur hún stýrt útvarpsstöðinni á bæjarhátíð sveitarfélagsins undanfarin ár. Um þessar mundir er Magnþóra í MA námi í hagnýtri menningarmiðlun. Magnþóra […]Lesa meira