Ritstjóri Hafnarfrétta mun hér framvegis birta girnilegar uppskriftir úr ýmsum áttum. Þessi kemur úr smiðju móður undirritaðrar og er í daglegu tali kölluð ,,eplapæ“. Hún var oft á kaffiborðinu í þegar ég var að alast upp og einkar hentug þegar gesti ber óvænt að garði því það er ótrúlega fljótlegt að rigga henni upp. Varúð, þetta er hættulega gott.
1 bolli sykur
1 bolli hveiti
1 bolli haframjöl
125 g smjörlíki
100 g suðusúkkulaði
4-5 epli
kanilsykur
Skerið eplin niður í litla bita og saxið súkkulaðið smátt. Setjið í eldfast mót. Myljið saman þurrefni og smjörlíki og stráið yfir eplin og súkkulaðið. Stráið að lokum kanilsykri yfir og bakið í 40-45 mínútur við 175°C. Gott með ís eða rjóma.
Njótið vel!
Kveðja, Magnþóra