Þórsarar rúlluðu yfir Snæfell

vance_hall01Þór spilaði sinn þriðja leik í Lengjubikarnum í dag á móti Snæfelli. Þórsarar leiddu leikinn  og áttu Snæfellingar í vandræðum gegn öflugri vörn Þórsara.

Lið Þórs var mun sterkari aðilinn og unnu leikinn með 42 stigum en leikurinn endaði 47-89.

Stigahæstir í liði Þórs voru Vance Michael Hall með 20 stig, Ragnar Örn Bragason var með 20 og Ragnar Nathanaelsson setti 19 stig og tók auk þess 13 fráköst.

Næsti leikur Þórsara í Lengjubikarnum er á þriðjudaginn þegar þeir fá Ármann í heimsókn í Icelandic Glacial höllina.