Góðar gjafir til minningar um Gísla Eiríksson

Þriðjudaginn 25. júní bárust Golfklúbbi Þorlákshafnar góðar gjafir til minningar um Gísla Eiríksson en hann var virkur félagi í klúbbnum um árabil. Var um að ræða fjóra bekki og voru það fyrirtækin Auðbjörg ehf. og Skinney-ÞInganes hf. sem gáfu þessar góðu gjafir. Gísli starfaði hjá þessum fyrirtækjum síðustu árin. Bekkirnir munu án vafa koma sér vel fyrir golfara sem stunda Þorláksvöll en þeir eru fjöldamargir sem leggja leið sína til Þorlákshafnar til að spila á þessum glæsilega velli eins og sjá má þegar ekið er framhjá vellinum dag hvern.