Fjórir knapar frá Háfeta á Landsmót í sumar

Hestamannafélagið Háfeti sendir 4 knapa á Landsmót hestamanna þetta árið. Það eru þær Anja-Kaarina Siipola á Kólgu frá Kálfsstöðum sem fara í A-flokk, Karítas Ylfa Davíðsdóttir á Framtíð frá Eyjarhólum sem fara í barnaflokk og tveir knapar fara í unglingaflokk. Það eru þær Hulda Vaka Gísladóttir á Garúnu frá Brúnum og Unnur Rós Ármannsdóttir á Ástríki frá Hvammi. Glæsilegur hópur knapa sem eiga framtíðina fyrir sér í hestamennskunni