Skálafell ÁR á veiðum árið 1974 – myndband

skalafell01Í gamalt og gott að þessu sinni er skemmtilegt myndband sem sýnir sjómenn á Skálafelli ÁR á veiðum fyrir 41 ári síðan eða árið 1974.

Sá sem setur myndbandið á Youtube heitir Jón Tryggvi Jónsson en faðir hans, Jón Ólafsson, var skipstjóri á Skálafellinu á þessum tíma.

Undir myndbandinu má heyra lögin Þorlákshafnarvegurinn og Hinsta ferðin. Bergþóra Árnadóttir, móðir Jóns Tryggva, leikur og syngur þessi lög en hún bjó í Þorlákshöfn til margra ára.