Gamlar Ægishetjur

Ægir 1993Í tilefni þess að íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar virkilega mikilvægan leik í dag fannst okkur við hæfi að birta mynd af gömlum knattspyrnuhetjum úr Ægi.

Myndina tók Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson í júlí árið 1993 af þessu stórkostlega liði.

Nöfn þeirra sem þekktir eru talin frá vinstri í efri röð: Jón Bjarni Stefánsson, Magnús Pálsson, Steinn Skúlason, Sævar Birgisson, Kjartan Þór Helgason, Tómas Kárason, Sveinbjörn Ásgrímsson, Dagbjartur Pálsson og Jón Alfreð.

Neðri röð frá vinstri: Teitur Guðmundsson, Þórarinn Jóhannsson, Hannes Haraldsson, Halldór Páll Kjartansson, Hólmar Sigþórsson, Guðmundur Gunnarsson, Eyjólfur Þórðarson og Þórður Þorvarðarson.

*Engin ábyrgð er tekin á nöfnunum og endilega sendið okkur línu ef eitthvað er rangt.