Í tilefni af 70 ára afmæli Þorlákshafnar býður Sveitarfélagið Ölfus íbúum og öðrum landsmönnum upp á beina útsendingu frá Þorláksmessutónleikum Jónasar Sig í Gamla bíó. Með framtakinu vill Sveitarfélagið þakka íbúum og velgjörðarfólki um land allt þann kraft og samhug sem á stuttum tíma hefur orðið grundvöllur að blómlegu samfélagi með rík tækifæri til framtíðar. […]Lesa meira
Nú er komið að síðustu tónleikunum í tónleikaröð Tómasar Jónssonar, en á fjórða sunnudegi aðventu er það Júníus Meyvant sem er gestur Tómasar í Þorlákskirkju. Júníus Meyvant er sviðsnafn tónlistarmannsins Unnars Gísla Sigurmundssonar sem er búsettur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Júníus vann til verðlauna sem besti nýliði ársins og besta smáskífa ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum […]Lesa meira
Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk. Það eru þau Bríet, KK, Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant sem koma fram ásamt Tómasi. Hin ástsæla tónlistarkona, Kristjana Stefánsdóttir kemur fram með Tómasi sunnudaginn 12. desember kl. 16. Kristjana hefur […]Lesa meira
Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk. Tónlistarmaðurinn og þjóðargersemin KK kemur fram ásamt Tómasi sunnudagskvöldið 5. desember kl. 20. Kirkjunni verður skipt upp í tvö 50 manna hólf og því eru hraðpróf ónauðsynleg, en aðeins 100 miðar […]Lesa meira
Þrátt fyrir ástandið þá ætla Þorlákshafnarbúar og gestir að gera sér glaðan dag innan allra tilsettra takmarkanna á miðvikudaginn, 1. desember. Glæsilegur markaður verður í Versölum á vegum Slysavarnafélagsins Sigurbjargar þar sem um 25 aðilar verða með kynningu og sölu á sínum vörum. Cafe Sól verður með opið fram á kvöld og býður bæði uppá […]Lesa meira
Hljómsveitin Brek heldur tónleika í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00. Brek er nýleg hljómsveit sem stofnuð var haustið 2018. Meðlimir eru Harpa Þorvaldsdóttir, Jóhann Ingi Benediktsson, Guðmundur Atli Pétursson og Sigmar Þór Matthíasson. Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn […]Lesa meira
Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk. Það eru þau Bríet, KK, Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant. Tónleikarnir verða haldnir í Þorlákskirkju sem er hlý og notaleg og hæfir tilefninu einkar vel, þar sem stemningin verður heimilisleg, svolítið […]Lesa meira
Þollóween skammdegishátíðin stendur yfir þessa vikuna og hefur hátíðin verið frábær. Dagskráin heldur svo áfram í dag og út laugardaginn en dagskrána má sjá með því að smella hér. Fyrr í vikunni voru kunngjörð úrslit í Skelfilegu hryllingssögukeppninni og var það Þorgerður Kolbrá í 7. bekk sem lenti í fyrsta sæti. Í 2. sæti var […]Lesa meira
Aðventan hefst með miklum glæsibrag í Þorlákshöfn þegar Lúðrasveit Þorlákshafnar heldur jólatónleika sína í íþróttahúsinu laugardaginn 27. nóvember. Katrín Halldóra, sem stimplaði sig rækilega inn í hjörtu landsmanna í hlutverki Ellýjar í Borgarleikhúsinu, syngur með Lúðrasveitinni og einnig hinn margkrýndi söngvari ársins Valdimar Guðmundsson. Þau sjá líka um að kynna á milli laga og ljá […]Lesa meira
Sunnudaginn 12. september klukkan 15:00 mun Stórsveit Íslands undir stjórn Þorlákshafnarbúans Daða Þórs Einarssonar halda tónleika í Versölum (Ráðhús Ölfuss). Á efnisskránni eru lög eftir Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson en söngvarar eru Vigga Ásgeirsdóttir, Ari Jónsson og Davíð Ólafsson. Að sjálfsögðu er frítt inn en munum eftir að mæta með grímuna og góða skapið. […]Lesa meira