Allt um kring – Heiðrún Elva í Galleríinu undir stiganum

Opnun þriðjudaginn 6. júní kl. 17:00

Heiðrún Elva Björnsdóttir er 23 ára gömul, Þorlákshafnarbúi í húð og hár. Hún stundar nú nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur sitt þriðja og síðasta ár í haust.

Í náminu hefur Heiðrún komið að allskonar verkefnum og sýningum, sú nýlegasta var sýningin „Afhjúpun: Keldur í nýju ljósi“, gagnvirk sýning um Keldur á Rangárvöllum sem var samsýning bekkjarins.

„Allt um kring“ er fyrsta einkasýning Heiðrúnar Elvu, eftirprentanir af öllum verkum eru til sölu og stendur sýningin út júnímánuð.