Það er mikill heiður að vera fyrsti sælkeri mánaðarins en þeir eru allnokkrir í bæjarfélaginu. Í ljósi þess að Ölfus stefnir í að verða Mekka laxframleiðslu á landinu, þá verð ég með uppskrift að laxaveislu. Þessi lax er reyndar villtur og hefur nýlega verið veiddur úr Urriðafossi af Haraldi bónda.
Hráefni:
ca 700 g beinhreinsaður lax
Íslenskar kartöflur (ekki verra ef þær eru frá Forsæti í Flóa)
Íslenskt smjör
Salatblanda
Kirsuberjatómatar
Fetaostur
Marinering:
2 msk ólífuolía
3 msk sojasósa
2 msk hunang
safi og rifinn börkur úr einni sítrónu
smátt sökuð hvítlauksrif eftir smekk
Aðferð:
Laxinn er lagður á álpappír og marineringu er smurt yfir
Laxinn er látinn marinerast að lágmarki í 30 mínútur
Laxinn er grillaður á lokuðu grilli við miðlungshita í 7-10 mínútur
Það er enginn alvöru máltíð án þess að hafa kartöflur
Í þessu tilfelli eru það nýuppteknar, soðnar íslenskar kartöflur með nóg af smjöri
Niðurskornum tómötum og fetaosti er svo blandað saman við salatblönduna
Gott að bera fram með hvítlaukssósu.
Eftirréttur:
Í eftirrétt er ís að hætti Ítala. Hann er mjög einfaldur. Það er vanilluís og Bailey‘s bætt út í að vild.
Mig langar að skora á Halldór Kristin Viðarsson að vera næsti sælkeri en ég hef heyrt nokkrar góðar uppskriftir frá honum, allt frá sæbjúgum upp í hvernig á að matreiða bláskel.
Guðbergur Kristjánsson