Fyrsti leikur tímabilsins – Þór tekur á móti Val

Þór Þorlákshöfn tekur á móti Val í fyrsta leik tímabilsins í Subway deild karla í körfubolta í kvöld.

Tilvalið er að mæta í Íþróttamiðstöðina kl. 18 og fá sér súpu, brauð og með því á Mömmubar en leikurinn hefst kl. 19:15.

Mætum í Icelandic Glacial höllina og styðjum strákana.