Stelpurnar í Hamri/Þór komnar í Subway deildina

Hamar/Þór tryggði sig upp í Subway deild kvenna með glæsilegum 10 stiga sigri gegn Ármanni 72-82 nú í kvöld. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í vetur og leikmenn svo sannarlega komnar til að vera meðal þeirra bestu. Hafnarfréttir óska þeim innilega til hamingju með deildarmeistaratitilinn.

Tölfræði leiksins má sjá hér og nánari umfjöllun og viðtöl má nálgast á vefnum karfan.is.

Aþena, KR og Tinda­stóll fara nú í um­spil ásamt næst­ neðsta liði úr­vals­deild­ar­inn­ar, Snæ­felli en aðeins er um að ræða eitt laust sæti í úr­vals­deild.

Stelpurnar eru glæsilegar fyrirmyndir fyrir alla körfuboltaiðkendur og hafa sýnt það í vetur að þær eru hvergi nærri hættar.

Myndin sem fylgir fréttinni er fengin af mbl.is.