1. apríl – Höfrungahópur fyrir utan Skötubót

Höfrungahópur hefur sést leika sér úti fyrir Skötubót síðan í morgun. Þeir eru nálægt landi og hafa sést stökkva listilega. Um er að ræða frekar stóran hóp eða 7-10 dýr. Þeir láta vindinn ekki stöðva sig í að njóta lífsins við ströndina okkar þennan annan dag páska. Blaðamaður Hafnarfrétta skrapp í Skötubótina eftir hádegið og náði þessum myndum af höfrungunum við leik sinn.