Golfklúbbur Þorlákshafnar í 5. sæti Íslandsmóts golfklúbba í 4. deild

Íslandsmót golfklúbba í 4.deild var haldið í Stykkishólmi dagana 18.-20. ágúst sl. Golfklúbbur Þorlákshafnar spilar í 4. deild og endaði liðið í 5 sæti þetta árið eftir mikla baráttu i sínum riðli og hársbreidd frá sæti í undanúrslitum.

Lið GÞ frá vinstri: Helgi Róbert Þórisson, Ástmundur Sigmarsson, Svanur Jónsson, Hinrik Stefánsson Liðsstjóri, Óskar Gíslason, Ingvar Jónsson.

Þess má geta að allir leikmenn liðsins hafa verið Klúbbmeistarar Golfklúbbs Þorlákshafnar i gegnum árin.