Minningarmót um Gunnar Jón Guðmundsson

Hið árlega golfmót til minningar um Gunnar Jón Guðmundsson var haldið á Þorláksvelli 20.ágúst sl.

Minningarmótið er haldið árlega og rennur allur ágóði af mótinu í Minningarsjóð Gunnars Jóns, sem hefur það að markmiði að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í Sveitarfélaginu Ölfus ásamt öðru forvarnarstarfi í leik- og grunnskólum á svæðinu.

Mjög góð þátttaka var í mótinu og komust færri að en vildu. Alls tóku 74 kylfingar þátt og skemmtu sér vel á flottum golfvellinum við frábær veðurskilyrði. Í mótslok var grillað og veitt vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og nándarverðlaun á par 3 brautum vallarins. Að lokum vorum dregnir út fjölmargir vinningar úr skorkortum. 

Sigurvegarar mótsins voru feðgarnir, Senior & Junior, Ásgeir Sigurvinsson og Ásgeir Aron Ásgeirsson, en þeir spiluðu völlinn á 64 högg nettó. Í 2.sæti voru félagarnir, Stuttir í miðja, Ágúst Marel Gunnarsson og Frans Sigurðsson á 65 högg nettó. Jafnir í þriðja sæti voru Poolarar, Hilmir Guðlaugsson og Gunnar Marel Einarsson líka á 65 högg nettó en með lakara skor á síðustu 9 holum vallarins. Óskum við vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Hér að neðan má sjá helstu úrslit mótsins:

  1. Senior & Junior (Ásgeir Sigurvinsson og Ásgeir Aron Ásgeirsson) – 64 högg nettó
  2. Stuttir í miðja (Ágúst Marel Gunnarsson og Frans Sigurðsson) – 65 högg nettó (betra skor á seinni 9)
  3. Poolarar (Hilmir Guðlaugsson og Gunnar Marel Einarsson) – 65 högg nettó 

Næst holu á 2. braut                      Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson            2,47         m

Næst holu á 5. braut                      Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson            1,39         m

Næst holu á 10. braut                   Gunnar Marel Einarsson                       2,31         m

Næst holu á 12. braut                   Guðjón Valgeir Ragnarsson                  2,45         m

Næst holu á 15. braut                   Daníel Gunnarsson                                  2,63         m

Sigurvegarar mótsins, lið Senior & Junior.
Frá verðlaunaafhendingu.

Öll úrslit mótsins:

SætiHeiti liðsNettó höggSætiHeiti liðsNettó högg
1.Senior & Junior6420.Mmmmmmm beer71
2.Stuttir í miðja65 21.Árni / Arngrímur72
3.Poolarar6522.Ægir / Gunnar72
4.Skeiðamenn6523.Stutt og skakt73
5.Aron / Hákon6524.Finkurnar73
6.Svavar / Auðunn6525.Kaldur á krana73
7.Týr / Þór6626.Rauður Turn73
8.Scotty bræður6627.Sigurðursson / Baldursson73
9.Jóhannsson / Helgason6728.Garibaldarnir74
10.Mansi / Ingi6729.Ingi / Erlingur74
11.Sigga / Danni6830.The Joakim´s74
12.Vegmálun6831.74
13.Bræðurnir6832.Pétursson / Jóhannesdóttir75
14.Micro6933.Gunnar x 275
15.Öllarnir7034.Pétusson/Dyer76
16.Ragnar / Svava7035.Gunnar Árna / Gunnar Gunn79
17.Hólmar / Siggi Bjarna7036.Gott par80
18.Arnar / Grétar7037.Einar / Hugrún85
19.Sigurbjörnsson / Jónsdóttir71   

Minningarsjóður Gunnars Jóns Guðmundssonar vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra styrktaraðila mótsins, þátttakenda og allra þeirra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.

f.h. Minningarsjóðs Gunnars Jóns

Guðmundur Baldursson