Þann 27. desember næstkomandi hefjast sýningar á nýrri íslenskri sjónvarpsþáttaröð sem heitir Ófærð. Það er fyrirtæki Baltasars Kormáks sem framleiðir þættina en þetta er jafnframt dýrasta sjónvarpsframleiðsla sem ráðist hefur verið í á Íslandi.
Það er gaman að segja frá því að meðlimir Tóna og Trix ásamt aðstandendum fara með hlutverk statista í þáttunum. Hausa þeirra má sjá í kirkjusöfnuðnum í stiklunni hér að neðan en í kirkjunni má finna 30 Þorlákshafnarbúa en erfitt er þó að greina þá þar sem einugis sést baksvipur safnaðarins.
Tónar og Trix voru statistar við tökur á þáttunum í þessari kirkju heilan dag og fengu fyrir það greitt 10.000 kr. á mann en þetta var liður í fjáröflun á geisladisknum sem hópurinn gaf út á árinu.