Ný gestastofa Icelandic Glacial í Ölfusi

Upphaf og uppruni í Ölfusi

Frá stofnun árið 2004 hefur Icelandic Water Holdings, framleiðandi Icelandic Glacial, byggt upp öflugt vörumerki á heimsvísu sem á rætur sínar í hreinleika og náttúrufegurð Sveitarfélagsins Ölfuss.

Vatnið kemur úr hinni einstöku Ölfuslind, einni stærstu ósnortnu lind heims, og er tappað beint í flöskur í sjálfbærri verksmiðju við Þorlákshöfn. Þar nýtir fyrirtækið eingöngu endurnýjanlega orku og uppfyllir strangar kröfur um umhverfisvernd.

Árangur á alþjóðamörkuðum

Icelandic Glacial hefur á undanförnum árum eflt stöðu sína á lykilmörkuðum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Asíu.

Vörumerkið er þekkt fyrir einstakt bragð, lágt steinefnamagn og náttúrulegt basískt pH-gildi. Með áhrifaríkum markaðsherferðum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum við dreifingaraðila á borð við Anheuser-Busch hefur salan aukist ár frá ári.

Vörumerkið nýtur nú virðingar sem hágæðavatn og er selt í lúxus sérverslunum og hótelum víða um heim.

Sterk ímynd og samstarf við heimsþekktan áhrifavald

Icelandic Glacial hefur byggt ímynd sína á hreinleika vatnsins og íslenskum uppruna. Fyrirtækið er CarbonNeutral® vottað bæði fyrir vöru og starfsemi og hefur markaðssett sig sem ábyrgur framleiðandi með áherslu á náttúruvernd.

Árið 2025 hóf fyrirtækið sitt fyrsta stórfellda samstarf við alþjóðlegan frægan áhrifavald, Julianne Hough, dansara, leikkonu og talsmann fyrir heilsusamlegum lífsháttum.

Hún leiðir herferðina „You Are What You Drink, Be Exceptional“, sem leggur áherslu á vellíðan, heilsu og meðvitund um gæði vatns. Með þessu samstarfi eykur Icelandic Glacial sýnileika sinn á bandarískum markaði og styrkir ímynd vörumerkisins sem heilnæmt og lúxusvænt val.

Áform um stækkun framleiðslu og nýbyggingu á gestastofu

Í kjölfar nýrrar fjárfestingar árið 2023 undirbýr Icelandic Glacial verulega stækkun verksmiðju sinnar í Ölfusi til að mæta ört vaxandi eftirspurn á alþjóðamörkuðum. Framleiðsluhúsnæðið verður stækkað um tugi þúsunda fermetra og innleiddar verða nýjustu tæknilausnir í átöppunar- og pökkunarferlum sem auka bæði skilvirkni og gæði framleiðslunnar.

Samhliða þessari uppbyggingu hefur fyrirtækið hafið undirbúning að byggingu glæsilegrar gestastofu, sem ætlað er að verða nýtt kennileiti í Ölfusi. Hönnunin er í höndum hins heimsþekkta japanska arkitekts Tadao Ando, sem er víðfrægur fyrir að sameina einfaldleika, birtu og náttúru í byggingarlist sinni. Aðlögun hönnunar að íslenskum aðstæðum er í höndum M11 arkitekta.

 Með þessu verður til einstakt rými þar sem gestir geta upplifað sögu og uppruna vatnsins í Ölfuslind, kynnst sjálfbærru framleiðsluferlinu og notið útsýnis yfir hina mögnuðu náttúru svæðisins.

Gestastofan mun ekki aðeins þjóna sem kynningar- og fræðslumiðstöð fyrir Icelandic Glacial, heldur einnig skapa ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu í Ölfusi. Hún mun bjóða ferðamönnum, skólahópum og áhugafólki um umhverfis- og vatnsvernd upp á upplifun sem tengir saman íslenska náttúru, hönnun og alþjóðlega velgengni vörumerkisins. Þannig getur verkefnið orðið mikilvæg viðbót við það fjölbreytta ferðaþjónustuframboð sem þegar er til staðar í sveitarfélaginu.

Tækifæri í samstarfi við Ölfus og Hydros

Samstarfið við Sveitarfélagið Ölfus hefur ávallt verið gott og er fyrirtækið nú í viðræðum við forsvarsaðila Hydros-verkefnisins, sem leitt er af Ölfus Cluster.

Verkefnið getur skapað fyrirtækinu enn meiri langtímaöryggi hvað varðar vatnstöku og auðlindanýtingu. Hydros leggur áherslu á vöktun og sjálfbæra nýtingu grunnvatns á svæðinu, sem samrýmist stefnu Icelandic Glacial um umhverfisábyrgð og gagnsæi.

„Við sjáum mikil tækifæri í því að vinna með Ölfusi og Hydros. Slíkt samstarf myndi ekki aðeins styrkja aðgengi okkar að einni hreinustu vatnsauðlind heims, heldur einnig stuðla að áframhaldandi sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð sem er kjarninn í starfsemi okkar,“ segir Jón Ragnar Gunnarsson verkefnastjóri Icelandic Water Holdings

Fréttina má finna á vef Ölfus Cluster.